Heimilisritið - 01.03.1943, Side 32
sjálfri. Hvernig var það nú aftur?
Þér komuð frá Kentucky. Ætluðuð
þér ekki að vera tvífari Cori Britten
í kvikmyndum?"
„Jú“, svaraði Jolette“, ef það er
kallað að vera tvífari filmdísar að
leika hlutverk hennar í fjarlægð,
detta af hestbaki, leika tennis og það
sem er hættulegt fyrir hana, eða
hún kann ekki. Eg vissi að þetta var
ekki vegurinn til frama, heldur hið
gagnstæða, og þó tókst þeim sem
réði mig, að fá mig með fagurgala,
til þess að langa hingað til Hollywood
Hann sagði að ég væri eins og Cori,
bara fallegri og yngri. Og ef hún
yrði veik myndi ég verða látin leika
hennar hlutverk og verða fræg. En
þegar ég kom og Cori Britten sá
mig, sagði hún að ég væri óhæf og
neitaði að leika með mér.“
„Já, hún er svo afbrýðisöm. En
hvað þetta er líkt henni!“ sagði
Downing.
„Það er mjög líklegt! Eg fékk
vikukaup og átti hvorki peninga né
hugrekki til þess að fara í mál við
félagið. Þeir veittu mér líka góðar
vonir um það, að ég fengi samning
og að þeir skyldu láta mig fá eitt-
hvert smáhlutverk til þess, að byrja
með, en það voru allt svik. í vikunni
sem leið reyndi ég að fá hlutverk í
nýju kvikmyndinni, sem Irma Rim-
aldi hefur samið. En þeir sögðu að
þótt hún væri nýkomin frá Monte
Carlo, þá myndu leikarar ekki verða
ráðnir straks. Eg fekk ekki að tala
við framkvæmdastjórann. Eg brast
í grát, af því ég var að verða pen-
inga- og matarlaus. Það var kjána-
legt. Þá komuð þér og spurðuð mig,
hvers vegna ég væri að gráta. Eg
þekkti yður af myndum úr blöðum.
Þér hafið verið mjög vingjarnlegur
við mig.“
„Eg kannast við framhaldið,"
sagði Downing og brosti fleðulega.
„En endirinn er ekki kominn og það
er hann sem ég hef áhuga á.“
„Hvað eigið þér við?“ spurði Jo-
lette.
„O, þér skiljið mig. Er það ekki?-
Þér eruð engu síður skynug, en fal-
leg. Og það hefur sitt að þýða.“
„Eg er þó hvorki nógu falleg né
skynug til þess að fá vinnu í Holly-
wood,“ andvarpaði Jolette.
„Sleppum nú þessu hjali um kvik-
myndir," sagði Downing. „Þér vitið
að konan mín er komin til Ameríku,
þótt hún dvelji víst í New York enn-
þá. Ætli að það sé ekki þessi mikli
Englendingur, sem var samferða
henni, sem tefur fyrir henni þar.
Það getur verið að ég ráði svolitlu
um hlutverkin í kvikmyndinni henn-
ar, en það þýðir ekki að tala um
það fyrr en hún kemur.“
„Aha,“ sagði Jolette. Hún vissi
ekki hvað hún gat sagt.
„Eg er ekkert afbrýðissamur út í
Sir Jimming Belden, vinkona mín,“
hélt Downing áfram. „Eg vildi bara
að Irma gæfi mér skilnaðarsök á
hendur sér, þá myndi ég ekki hika
við að nota mér það. Irma er skáld-
kona, sem elskar titla. Nú eru þau
í New York og Irma kemur ekki
hingað fyrr en henni finnst tími til
30
HEIMILISRITIÐ