Heimilisritið - 01.03.1943, Qupperneq 34
við hana. Hún lærði að beita öllum
brögðum til þess að hún yrði ekki
troðin undir í lífinu. Oft hafði hún
verið hætt komin þetta síðasta ár,
en aldrei eins og nú.
Hún reyndi af alefli að finna eitt-
hvert hugsanlegt ráð. Þessi and-
styggilegi náungi var ákveðinn í því
að fá svar undir eins — ekki ein-
ungis svar, — nei, miklu meira! Hún
vissi af reynslu, að veröldin, og eink-
um Hollywood átti lítið af hjálp-
semi. Og henni var líka kunnugt um
að þúsundir ungra fallegra stúlkna
myndu leggja allt í sölumar til þess
að mega njóta þeirrar aðstoðar, sem
hún gat átt í vændum frá þessum
áhrifamikla manni. Þær myndu
segja sem sve: „Eg var neydd til
þess. Hvað átti ég líka annað að
gera? Þetta er leikur, sem gefur
hagnað!“
Hún varð að reyna að herða sig
og kæra sig kollótta um þær dýru
fórnir, sem hún þyrfti að veita til
þess að ná hinu torsótta takmarki
sínu. Hún gat losað sig aftur,' þegar
hún á annað borð væri farin að leika
í kvikmyndum, og farið væri að
veita henni athygli.
„Jú, eg skil, hvað þér eigið við,“
sagði hún við Downing, sem starði á
hana rauðeygur.
„Skynsöm stúlka," sagði hann
hlæjandi. „Eg vissi það. Eigum við
þá að ákveða viðskiptin?"
Jolette reyndi að brosa. Downing
spratt á fætur, svo snöggt, að stóll-
inn valt um koll með miklum há-
vaða. Hún stóð einnig upp. Heilinn
bauð henni að leika leikinn á enda.
En er hún fann að Downing reyndi
að faðma hana að sér, þoldi hún
ekki mátið. Hún hrópaði upp yfir
sig, hrinnti manninum frá sér og
hopaði skref aftur. „Nei — nei! Eg
get það ekki“, sagði hún með and-
köfum.
„Getur ekki? Stríddu mér ekki,
gerðu ekki gys að mér! Nú skaltu!
skilurðu það?“ sagði hann hás.
Hún hljóp frá honum og hann á
eftir. Hún kom út í blómagarð, en
þar náði Downing henni og dró hana
inn í svefnherbergi. Eins og í draumi
sá hún, að það var mjög fallegt.
Ljósið var dauft og rauðleitt. Rúmið
var útskorið og uppbúið. Á því lá
morgunsloppur og á gólfinu voru
inniskór. Allt hlaut að vera fyrir-
fram undirbúið. Japaninn var auð-
vitað meðsekur. Hún gat engrar
hjálpar vænst.
„Eg hata yður!“ sagði hún grát-
andi. „Þér eruð andstýggilegur! Eg
vildi heldur deyja úr hungri, en að
láta yður snerta mig. Sleppið mér,
annars æpi ég. Eg...
Hann hló. Hún reyndi allt hvað
aftók að losa sig úr greipum hans.
Loks tókst henni það og reif kjól-
inn sinn um leið. En hann náði henni
straks aftur og hélt henni svo^ fast
að hún hljóðaði af sársauka.
„Æptu eins og þú vilt. Það heyrir
enginn til þín, nema Ito, og honum
stendur alveg á sama. Þó ég ætti að
detta dauður' niður niður, þá sleppi
ég þér ekki núna.“
Dauður! Orðið flaug um hug henn-
32
HEIMILISRITIÐ