Heimilisritið - 01.03.1943, Side 36

Heimilisritið - 01.03.1943, Side 36
Ekkert svar. Ekkert lífsmark. „Það getur evki verið að hann sé dáinn. Eg ýtti bara við honum. Nei, þróttmiklir menn, eins og hann, deyja ekki af svona falli.“ „Flýttu þér, flýttu þér í burtu“ hvíslaði rödd í brjósti hennar. En hún hlýddi henni ekki. Jolette kraup niður við hlið líkamans og lagði hendina á hjarta stað hans. „Hvað er á seyði?“ heyrðist sagt hvössum og valdmannlegum rómi. Jolette leit upp og sá konu í ljósgrá- um frakka standa í dyrunum. Jolette kom ekki upp einu orði. Þama stóð engin önnur en Irma Rimaldi, kona Oswalds Downing. Jolette flaug í hug, að ef Downing væri dauður af hennar völdum, þá myndu nú tvö vitni vera á móti henni, Ito og kona Downings. Hver gat sannað að hún hefði átt hendur sínar að verja? ,Hver eruð þér?“ spurði Irma Rimaldi, en þegar hún fekk ekkert svar hélt hún áfram. „Þér þorið ekki að segja frá því. Það er heldur ekki undarlegt. Þér eruð einar með manninum mínum seint um kvöld. Hann er dauður. Eg veit að hann er dauður. Það er auð- séð á útliti hans. Og þér hafið myrt hann!“ Orðin hittu Jolette eins og hníf- stungur í hjartað. Irma Rimaldi var orðlögð fyrir það, hversu há hún var og fríð, en æskufegurð hennar var þó farin að dofna. Hún gekk nær og Jolette virt- ist hún líkust grimmdarlegri tröll- konu, þegar hún beygði sig niður, greip um handlegg hennar og sagði: „Standið upp og svarið mér. En lygi er tilgangslaus. Segið þér mér strax alla málavexti, annars kalla ég á þjón minn og sendi eftir lög- reglunni“. Hótunni um lögregluna gerði Jol- ette hrædda. Hún sá sig leidda í fangelsi og ákærða — ef til vill dæmda — fyrir morð. Og þótt hún yrði ekki dæmd, þá yrði slíkt hneyksli sem þetta til þess að hún ætti sér ekki uppreisnar von það sem eftir var ævinnar. Hún varð að höfða til meðaumkunar þessarar konu, þótt hún hefði ekki orð fyrir nein brjóstgæði heldur hið gagn- stæða. „Á meðan þér voruð á ferðalagi fór ég í atvinnuleit til Perfection-kvik- myndafélagsins", sagði hún þur í kverkunum. „Mér var vísað á dyr, og þar sem ég sá mér allar bjafgir bannaðar brast ég í grát. Maðurinn yðar kom þá að mér og var mjög vingjamlegur. Hann veiddi upp úr mér áhyggjur mínar og kvaðst skyldi reyna að hjálpa mér. Við drukkum nokkrum sinnum kaffi saman og svo fékk hann mig til þess að koma hingað með sér í kvöld. Hann sagð- ist eiga þetta hús!“ „Það var líkt honum“, skaut Inna inn í. “Eg á það ein.“ „Við borðuðum kvöldverð", sagði Jolette. „Hann lofaði að kynna mig fyrir Vaugham og að ég skyldi fá 34 HBIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.