Heimilisritið - 01.03.1943, Síða 38

Heimilisritið - 01.03.1943, Síða 38
Líklega hafði Irma Rimaldi þegar ákveðið hvað hún ætlaði að gera, og það var ekki ósennilegt, að hún hefði strax tekið ákvörðim um, hvað gera skyldi, en einungis verið að leita fyrir sér, hvar hún hefði Jo- lette. Og nú var Jolette í þeirri klípu sem hún ætlaði sér. „Mér þykir þetta leiðinlegt yðar vegna“, sagði hún vingjarnlega. ,,Eg hugsa að þér hafið sagt mér eins og er, þótt ég trúi yfirleitt ekki fólki. En þér verðið að muna það, að allt er yður á móti.“ Jolette þagði. Hún vissi að Rim- aldi hafði öll ráð hennar í hendi sér. „Mig langar alls ekki til þess að gera yður nokkum miska,“ sagði Irma. „Eg hef enga ástæðu til þess. En þér verðið að skilja það, að ég verð fyrst og fremst að hugsa um sjálfa mig.“ „Já, auðvitað," sagði Jolette dauf í dálkinn. „Bíðið þér augnablik, á meðan ég skrepp fram til að tala við Ito,“ sagði Irma upp úr þungum þönkum. „Eg skal ekkert segja um þetta, ef hann vill lofa því að segja söguna þannig, að Oswald hafi komið hing- að einn, og hafi fengið aðsvif og að fallið hafi orsakað dauða hans.“ „Já, en ég þori ekki að vera héma ein á meðan þér farið frá,“ sagði Jolette náföl. „Má ég ekki fara í annað herbergi á meðan?“ „Nei, þér verðið að vera hér,“ sagði frúin. Jolette fannst þessi kona hafa fengið enn miskunnarlausari 36 svip en nokkurntíma áður. „Þér verðið að vera héma, eins og þér skiljið, til þess að gæta líksins." Jolette hlýddi skjálfandi. Þó fannst henni eins að þessi fræga skáldkona væri að kvelja hana af ásettu ráði. Og þegar hún var orð- in ein, fannst henni hin óhugnan- lega starandi augu líksins stingast eins og óafmáanlegt brennimark innst í sál hennar. Það leið heil eilífð, að því er Jo- lette fannst, þangað til Irma kom aftur. „Ito ætlar að bjarga yður,“ sagði hún. „Mín vegna vill hann gera allt, sem hann getur, þó að honum komi þetta auðvitað annars ekkert við. En hann gerir allt fyrir mig.“ Jolette fannst það dálítið einkenni- legt, hvað japanski þjónninn hafði mikla hylli beggja húsbændanna. Svo hélt Irma áfram: „Við höfum ákveðið, að ég fari í bílnum. Til allrar hamingju fyrir yður, er ég á alveg nýjum bíl, sem ég keyri sjálf. Eg get farið til vinkonu minnar í Pasadena og verið hjá henni í nótt, Henni finnst það ekkert einkenni- legt, af því að ég segi henni að ég verði alveg önnum kafin næstu mán- uði, en hafi notað tækifærið til þess að hitta hana, áður en ég færi að vinna. Ito hringir svo einhverntíma í nótt til læknis í Los Angeles og fær hjá honum læknisvottorð um eðlilegan dauðdaga. Þér farið af stað um leið og ég er farin.“ Framh. í næsta hefti. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.