Heimilisritið - 01.03.1943, Side 39

Heimilisritið - 01.03.1943, Side 39
Alltaf fram á leið Eftir F. B. Davis, jr. forseta Bandaríska gúmmífélagsins. EGAR ég var lítill drengur, sagði faðir minn mér stundum sög- ur af ferðalögum og ævintýrum í fjarstæðukenndum framtíðarfarar- tækjum. Ég sagði þá einu sinni: „Pabbi! Heldurðu að menn ferð- ist nokkurntíma í raun og veru neðansjávar? Heldurðu að menn fljúgi einhverntíma?“ „Já, sonur minn“, sagði hann, „það munu þeir gera. Þú færð að sjá neðansjávarskip. Þú munt lifa það að sjá flugvélaflokka skyggja himininn". Svo sagði hann mér frá þvi, að þegar hann hefði verið drengur, hefði hann lesið við grútartýrur, og hversu erfitt það hefði orðið fyrir sig að trúa þvi á þeim tímum, ef sér hefði verið sagt, að örfáum ár- um síðar gæti hann lesið við raf- magnsljós. Hann sagði mér frá ýmsu öðru, sem framkvæmt hefði vérið um hans daga — símanum, grammófóninum, járnbrautunum, skýjakljúfunum, sæsímanum yfir Atlanzhafið, upp götvun x-geislanna og svo fram- vegis. „Það er búið að finna hér um bil allt upp núna, er það ekki?“ sagði ég. „Þetta segja allar kynslóðir, vinur minn“, sagði hann brosandi og klapp- aði á kollinn á mér. „Þegar afi minn var ungur, skýrði einkaleyfisskrif- stofa ríkisins þinginu frá því, að svo virtist sem sá tími nálgaðist, er framfarir mannkynsins hefðu náð hámarki sínu. En vertu alveg óhræddur drengur minn. Sérhver ný uppgötvun leiðir alltaf af sér tvær aðrar. Verkefnin í heiminum þrjóta aldrei“. Síðan hefur bifreiðin breytt fjar- lægðarhugtökum landsins svo, að hinir ýmsu landshlutar eru nú, sem hreppar í sömu sýslu áður. Flugvél- in spannar úthöfin, kvikmyndirnar flytja skemmtun og fræðslu til yztu annesja menningarinnar. Loftskeyt- in tengja saman andhverf lönd hnattarins. Útvarpið kastar varp- ljósi á veröldina í okkar eigin heim- kynnum. Hið nýja læknislyf, sul- fanilamid, hefur bjargað milljónum mannslífa — og þó erum við aðeins að byrja að kynnast þeim efnum, HEIMILISRITIÐ 37

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.