Heimilisritið - 01.03.1943, Page 43
Eg fór út á „rúnt“ og leit vel í
kringum mig. Fyrir framan bóka-
glugga sá ég alþýðlegan pilt. Hann
var snotur að sjá og ég ákvað að
reyna við hann. Eg stanzaði við hlið
hans og lézt athuga bækurnar. Eg
missti hanzkann minn, en hann tók
ekki eftir því. Einhver ýtti við mér
(mönnum er svo oft hrint á „rúnt-
inum“) og ég hrökklaðist hastarlega
á öxl hans.
„Fyrirgefið", sagði ég og ég fann
að ég roðnaði. Hann lyfti hattinum
kurteislega og hélt svo áfram að
horfa á bækurnar. Eg var alveg að
gefast upp af blygðun.
„Vitið þér hvar Verzlunarmanna-
húsið er?“ spurði ég.
Nei, hann vissi það ekki, en bað
mig um að bíða andartak. Hann fór
til lögregluþións, sem stóð á næsta
götuhorni, fékk upplýsingar hjá hon-
um og skýrði mér svo frá þeim.
„Eg býst varla við því að ég rati
samt sem áður“, sagði ég aumingja-
lega. „Skiliið þér hr......“
„Mill“, bætti hann við og ég flýtti
mér að rétta honum hendina og
segia honum nafn mitt. Loksins
skildi hann til hvers ég ætlaðist af
honum, og bauð mér samfylgd. „Nú
varstu heppin, stúlka mín“, hugsaði
ég sigri hrósandi.
Þegar við komum að húsinu tók
hann ofan og fór í burtu. Eg stóð
ein eftir með sárt enni.
Eg fór heim og vikan leið.
Á næsta fundi skýrði Anna fyrst
frá sínum rannsóknum. Þegar hún
hafði haldið klukkutíma fyrirlestur,
færði ég þetta inn í gjörðabókina.
„Er einfeldningur. Hann er lagleg-
ur í andliti og heldur að allar stúlk-
ur séu skotnar í sér. Það er sterk
ilmvatnslykt af honum, hann litar
andlitið og er eins og páfugl í klæða-
burði. Gjörsneyddur öllum gáfum.
Þegar hann fer inn í veitingahús,
stendur hann lengi við spegilinn,
frammi og greiðir sér, lagar háls-
bindið og lygnir augunum. Enginn
kvenmaður getur orðið jafn hégóm-
legur og þessi sápukúla."
Svo skýrði ég þeim frá því sem
fyrir mig hafði komið. Fundarstúlk-
urnar samhryggðust mér og voru á
einu máli um að dæma harðlega ó-
nærgætni og eigingirni karlmann-
anna.
Við (biðum óþreyjufullar eftir því
að Maja tæki til máls. En formaður-
inn okkar virtist hafa misst málið.
„Jæja, Maja?“ sagði Heddy.
Maja var óvenju föl.
„Eg hef ekki frá neinu að segja,“
sagði hún og reyndi að bera sig
borginmannlega.
„Ha, náðirðu ekki í neinn?“ hróp-
uðum við einum mimni.
Maja viðurkenndi að það væri ó-
trúlegt, en samt væri það satt. Hún
hafði ekki náð neinum í gildruna.
Við reyndum að hugga hana. Henni
þótti þetta sýnilega leiðinlegt sjálfri.
Kvöld eitt í næstu viku var ég úti
á skemmtigöngu. Hverjum mæti ég
þá? Maju við hlið háa mannsins!
Eg óskaði að það væri þriðjudagur.
Hún deplaði öðru auganu til mín. Eg
var alveg að deyja úr forvitni.
HEIMILISRITIÐ
/
41