Heimilisritið - 01.03.1943, Side 56

Heimilisritið - 01.03.1943, Side 56
Það getur þó vel verið. Þegar maður er svona á sig kominn, tekur maður ekki eftir neinu og man því síður nokkuð. En hver er þetta? — Það er senni- lega ekki hún litla fallega Olympe Blanc-Minot — henni hefur aldrei litist á mig. Nú, svo er það hún álit- lega Colestine de Mirandole. Varla getur það verið hún. Svínið hann Fraucaster er svo hræddur um hana, að hann hefur ekki augun af henni. En það er kannski hún Blanche Saint-Cherubin. Jahá. Hún sat við hliðina á mér þegar við ókum hing- að. Og nú man ég. Hún bað um skrifföng á Kafé Riche! Það var vafalaust engin önnur en hún. Ja, hver skollinn! Blanche! En það var Clodomir, sem tók hana með á hóf- ir í gærkvöld. Clodomir, bezti vinur minn — og konunnar minnar! Það var náttúrlega ekki alveg eftir spila- reglunum að taka vinkonu Clodo- mirs. En hvað um það. Hann hafði skilið hann hér eftir sofandi, óþokk- inn. Eg væri þorskur, ef ég tvínón- aði. Blanche er dásamleg. Augu hennar eru dökkblá eins og fjólur frá Parma, hárið myndar tinnu- dökka kniplinga yfir ennið, nefið er eins og á fegurðardrottningu og rauðar bogadregnar varimar fela mátulega oft fegurstu tennur í heim- inum. Og mittið!...... Blanche er töfrandi og Clodomir eróþokki. Kon- an mín býst hvort sem er ekki við mér fyrr en í kvöld. Hún heldur að ég sé enn í Tourcoing. Það er bezt að ég fari og mæti hinni fölsku frú Bertrand. Já, ég skal fara á bak við Clodomir svo að um muni. Og hann hringdi aftur á þjóninn. — Jacques, látið þér mig fá morg- unverð og útvegið þér mér bíl klukk- an fjórðung fyrir tvö. X MÍNÚTUNNI tvö stanzaði bíl- stjórinn fyrir framan laglegt íbúðarhús. Barón des Engrunelles leið nú betur. Hann hafði nært sig á nokkrum ostrum og ávöxtum. Hann steig út úr bilnum og spurðist fyrir hjá dyraverðinum, eins og fyr- ir hann hafði verið lagt. í fyrstu var dyravörðurinn tortrygginn og af- undinn, en þegar hann fékk nýjan louisdor, vísaði hann baróninum upp á loft og benti honum á dyrnar. sem hann átti að berja á. Baróninn fann hið unga hjarta sitt slá ótt í barmi sér, þegar dyrnar opnuðust. Inni var hálfrökkur, því að gluggatjöld voru fyrir gluggum. Ung kona sat á breiðum legubekk og var að lagfæra sokkana. Þegar hún leit upp náfölnaði baróninn og missti stafinn. Konan mín! Frúin spratt á fætur og það varð vandræðaleg þögn. En baróninn áttaði sig fljótlega. Af þeirri skarpskyggni, sem er hverjum karlmanni í blóð borin, sá hann, að konan hans vissi allt. Hann ákvað því að afvopna hana áður en sóknin yrði hafin. — Margurite, fyrirgefðu mér, sagði hann í bænarrómi. Hún horfði á hann með uppglennt- 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.