Heimilisritið - 01.03.1943, Síða 57
um augum og gjörbreyttist á svip-
stundu.
— Þú hefur vitað að ferð mín til
Tourcuing var uppspuni. Þú lézt
njósna um mig. Þú hefur lætt þess-
um lappa í jakkavasann minn og
beðið mín hérna, til þess að hefna
þín. Eg skil ekkert í mér að þekkja
ekki rithöndina þína.
Hann rétti konu sinni litla istar-
bréfið og hún greip það með áfergju
og las það. Svo reif hún það í ótal
agnir.
— Þú getur ekki farið á bak við
mig með neitt, Sígismond. Já, þetta
hef ég allt gert, sagði hún hörkulega.
Svo hélt hún áfram reiðilestri sín-
um: — Já, ég hef gert þetta allt, og
nú veit ég, hverju ég má búast við
af þér. Skammastu þín! Svona kem-
ur þú fram gagnvart mér! Þú svall-
ar með lauslætiskonum og kvenna-
bósum. En það skaltu vita góði minn,
að til eru dómstólar, sem geta hegnt
eiginmönnum, sem fremja hjúskap-
arbrot. Eg ætla að tala við lögfræð-
ing þegar í stað. Eg ætla að skilja
við þig eins fljótt og hægt er. Eg
vil hneyksli. Þú ert óhræsi, kvik-
indislegur ræfill og óguðlegur þorp-
ari, að þú skulir svíkja mig svona
í tryggðum.
Hún varð fegurri og gimilegri með
hverju orði sem hún sagði' í sinni
réttlátu reiði. Aldrei hafði barón-
inum fundist hún eins töfrandi og
einmitt nú.
Hann féll til fóta hennar og bað
um vægð. Hann varð mælskur í auð-
mýkt sinni og fyrirgefmingarbænum.
Hann varð blíður og ástsjúkur. Og
það er ekki að spyrja að veiklyndi
konunnar. Hvað getur hún ekki fyr-
irgefið?
T_I JÓNIN gengu heim til sín eins
A og tvær turtildúfur. Fortíðin
leit til þeirra öfundarsjúkum aug-
um.
— Herra barón, sagði þjónninn,
þetta bréf var sent hingað um tvö-
leytið, og sendandinn er víst óþol-
inmóður eftir svari, því að hann hef-
ur hringt hingað 5—6 sinnum síðan
og spurt eftir yður.
Baróninn reif upp bréfið og las:
— Kæri Sígismonde!
Þú hlýtur að hafa farið í frakk-
ann minn, því að ég er með þinn.
Þetta þjónssvín hefur misgripið sig
í morgun. Sendu mér frakkann minn
strax. Það eru áríðandi skjöl í vös-
um hans, sem þú hefur væntanlega
ekki lesið (ég þekki þig að þag-
mælsku), en ég þarf á þeim að halda
án tafar.
Þinn Clodomir.
Baróninn varð grænn í framan
eins og pera og sleppti handlegg
konu sinnar. Hann hljóp að næstu
ljósakrónu og hrópaði æstur: — Það
er enginn efi! Hann skoðaði frakk-
ann í krók og kring. Hann átti ekki
frakkann. Stefnumótið hafði ekki
verið ætlað honum, heldur vini hans
— og konunnar hans.
En þegar alls var gætt þá gerði
þetta ekki svo mikið til, því að hann
hafði þrátt fyrir allt leikið á svínið
hann Clodomir.
HEIMILISRITIÐ
55