Heimilisritið - 01.03.1943, Page 59

Heimilisritið - 01.03.1943, Page 59
hriStinGnR Kobbi: „Sæll vert þú.“ Keli: „Sæll. — Samferða?“ Kobbi: „Já. Hvert ertu að fara?“ Keli: „Upp á Landspítala." Kobbi: „Nú, svo langt?“ Keli: „Hvar heldur Bína sig?“ Kobbi: „Hef ekki séð hana síðan í fyrrakvöld." Keli: „Eg sá hana tilsýndar í Sund- höllinni í gær.“ \Kobbi: „Nú, ertu viss um að það hafi verið hún? Hvernig var sund- bolurinn hennar litur?“ Keli: „Ég veit það ekki. Ég sá hana bara aftanfrá.“ Kobbi: „Það var nefnilega sagt að hún væri veik í gærkvöldi.“ Keli: „Lá hún?“ Kobbi: „Nei, hún fór til læknisins.“ Keli: Nú, já. Hvaða læknis? Kobbi: „Það veit ég ekki.“ Kelí: „Mig grunar að hún gangi nokkuð lengi til hans.“ Þögn. Keli: „Hvað er hún annars gömul? Hún segist vera tuttugu og eins. Ætli það’ sé rétt?“ Kobbi: Já, áreiðanlega. Hún hef- ur sagst vera það, frá því ég kynnt- ist henni.“ Keli: „Hvað lengi.“ Kobbi: „í ein þrjú ár.“ Keli: „Nú þá hlýtur það að vera satt. — Jæja segirðu annars nokkuð nýtt? Kobbi: „O, það er nú lítið. En allt- af dáist ég meira og meira að þraut- seigju sjómannanna okkar.“ KHi: „Því þá það?“ Kobbi: „Ja ég stóð nú til dæmis niður við höfn í gærkveldi. Eg sá tvö skip úti á höfninni sem alltaf kveiktu ljós jafnóðum og vindurir.n slökkti þau. Þetta endurtók sig á meðan ég sá til.“ Keli: ..Já, þvílíkt og annað eins.‘ Þögn. Þeir ganga inn á spítalann. Keli: „Liggui Guðrún Jónsdóttir hérna á spítalanum.“ Hjúkrunarkonan (roskin): „Já, hvem tala ég við með leyfi?“ Keli: „Bróðir hennar.“ Hjúkrunarkonan: “Nei, það gleð- um mig að kynnast yður. Eg er móð- ir hennar.“ Keli: ,Hm Sælar.“ Keli (við rúm Rúnu): „Sæl Rúna mín. Hvernig hefurðu það?“ Rúna: „Ágætt. Eg fer á íætur á morgun.“ Keli: „Hvemig likar þér við lækn- irinn?“ Rúna: „Hann er gamall og ljótur.“ Keli: „Já, en hvernig tókst honum að lækna þig?“ Rúna: „Hann er nú einmitt að brjóta heilann um, hvaða meðal það var sem mér batnaði af.“ Keli (réttir henni súkkulaði- HEIMILISRITIÐ 57

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.