Heimilisritið - 01.03.1943, Síða 60

Heimilisritið - 01.03.1943, Síða 60
pakka): Heldurðu að þú megir þá ekki smakka á þessu?“ Rúna: „Ó, vertu nú ekki að taka út úr bankanum mín vegna.“ Keli: „Blessuð taktu nú ekki mót- læti þínu eins prýðilega, eins og kona sem ég þekkti. Hún lét það allt bitna á manninum sínum.“ Rúna: „Nei, ég veit að þú hefur efni á að lifa yfir efni fram.“ Keli: „Heyrðu Kobbi! Hvað mynd- irðu gera fyrir svona vinkonu, ef þú stæðir í mínum sporum?“ Kobbi (glápir á fætur Kela): „Bursta skóna mína.“ Keli: „Rúna! Eg veit sveimér ekki nema ég eigi að þegja, þegar svona gáfaðir menn eru í kringum mig.“ Rúna: „Það er miklu betra að þú hugsir um það hvers vegna þú þegir heldur en að þú hugsir um, hvers vegna þú ert að tala.“ Keli: „Ódýr þessi. — Hefurðu nokkuð að lesa?“ Rúna: „Já, Hvort ég hef! Sérðu ekki að ég bíð með öndina í hal;- inum eftir að þið farið. Eg er með Heimilisritið í hendinni.“ Leyndardómurinn mikli. Ef hægt er að tala um leyndar- dóm velgengninnar, þá er hann fólg- inn í því að geta sett sig í fótspor hins og líta á hlutina jafnt í því ljósi, sem hann sér þá og því, sem maður sjálfur sér þá. Henry Ford. ENGAN LANGAR TIL ÞESS AÐ HEYRA: Nákvæma lýsingu á heilsufari þínu. Um allt það, sem þú þarfnast, nauð- synlega, en getur ekki veitt þér. Um livaða fæðutegundir þér þykir vondar. Sögur um fólk, sem þú þekkir vel, en áheyrendurnir þekkja ekki. Hversu mikilla vinsælda þú nýtur og hversu öfundsverð þú ert af kunn- ingjum þínum. Að þú getur alls ekki fitnað, þó þú alir þig á fitandi mat. Nákvæma lýsingu á skapgerð þinni. Hversu vel þú innir verk þín af hendi. Um heimiliserfiðleika þína af völd- um ómyndarlegrar vinnukonu. Hversu hamingjusömu lífi þú átt að fagna, og hversu undrandi þú ert á því, að fólk skuli vera með á- hyggjur og kvíða að ástæðulitlu. Álit þitt á öllu. Buff, rommbúðingur og kaffi fyr- ir 65 aura — það er ódýrt — ha? — Já — hvar fær maður það? — Hvergi — en það er samt ódýrt. Hún: Eg veit að ég hef mína galla, Alfreð. Hann: Já, auðvitað. Hún (reið): Viltu gjöra svo vel og segja mér hverjir þeir eru. 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.