Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 11

Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 11
hafði beðið lægri hlut. Orðalaust sneri hann sér frá henni og gekk á dyr. Langa stund stóð Hazel hreyf- ingarlaus og starði á eftir hon- um. Svo hneig hún niður í stól og brast í ofsalegan grát. Þegar Michael Mallory lædd- ist í burtu, rétt á eftir og gekk niður í hafnarbæinn, var hann ákveðinn í hvað gera skyldi. í fyrsta sinn á ævinni fann Michael til fyrirlitningar í garð sjálfs sín. Hann ætlaði ekki að láta Hazel fórna hamingju sinni hans vegna. Hún hafði helgað honum sex árum af blómaskeiði ævi sinnar. Á þessum árum hafði hún verið honum trú og trygg, en hann.... Það var enn tími til að ráða bót á því, sem hann hafði gert sig sekan um. Hann gekk hröðum skrefum í áttina til kofaskriflis eins niður við höfnina. Hann gekk inn í hreysið og þegar hann kom út aftur eftir stundarfjórðung, leiddi hann Aloola við hlið sér. ÞAU Michael og Aloola voru komin alveg að svölunum á húsi hans, þegar hann sneri sér að henni og sagði: „Heyrðu Aloola, af hverju ertu svona vond við mig? Það getur vel verið að ég hafi ver- ið dálítið stuttur í spuna við þig um daginn, en þú ættir ekki að þurfa að erfa það við mig til eilífðar. Kysstu mig nú og vertu ekki með þessa uppgerð!-' En Aloola lét hann ganga á eftir sér. „Þú gleymir unnustunni þinni, Mike. Hvítu konunni, sem þú ætlar að giftast. Hvað heldurðu að hún segi, ef hún fréttir um mig? Þú sagðir sjálfur að ég mætti ekki koma hingað fram- ar“. „Auðvitað meinti ég ekkert með því, Aloola. Hvernig dettur þér í hug að ég geti verið án þín?“ Michael talaði óþarflega hátt, og hann sá yfir öxl sér, að Haz- el stóð við opinn gluggann á dag- stofunni. „Jæja, fæ ég þá kossinn, fagra Aloola?“ Aloola þrýsti fagurrauðum vörum sínum upp að þurrum vörum hans. „Komdu nú inn, við skulum rabba svolítið saman“, sagði hann. „Eg er einn heima. Enskt kvenfólk er svo óttalega rolulegt í samanburði við þig Aloola", bætti hann við hlægjandi. Stúlkan hló líka og hljóp upp tröppurnar. En hún stanzaði snögglega þegar hún kom inn úr forstofunni. Hún leit hrædd og hissa til Michaels. Hann starði með vel leiknum angistarsvip á ljós- HEIMILISRITIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.