Heimilisritið - 01.06.1945, Page 34

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 34
HrapalleoBF uHIoídouf Snásaga eftir NQ.EL V. FELLQN JANE VIRTI fyrir sér stóra, íburðarmikla skrauthýsið með rammlegu stálrimlagirðinguna umhverfis skrúðgarðinn. Hún var kvíðin. En hálfu kvíðnari varð hún, þegar hún gekk upp marmaratröppurnar, að útidyra- hurðinni og hafði sitt steinljón- ið til hvorrar. handar. Hún hafði í fyrstu orðið dá- lítið upp með sér um morgun- inn, og um leið undrandi, þegar hin fræga frú Chenoweth hafði boðið henni í heimsókn. Frú Che- noweth, sjálf abbadísin í sam- kvæmislífi borgarinnar, hafði í eigin persónu hringt til hennar og boðið henni í eftirmiðdags- kaffi. Jane hafði orðið undrandi, en undrun hennar breyttist smátt og smátt í óttablandinn kvíða. Hún braut heilann um það, hvort hin haukfránu augu frúarinnar hefðu séð eitthvað það, sem afhjúpaði hina leyni- legu ást, sem Jane bar til Jacks sonar hennar. Þau þrjú ár, sem Jane hafði starfað sem einkaritari Jacks Chenowths hafði hann ávallt komið mjög alúðlega fram við hana og oft boðið henni að borða eða drekka með sér kaffi í veit- ingahúsum. Samt hafði hún aldrei verið viss um, hvort hann endurgalt ást hennar. Og þó hafði hann kysst hana einu sinni, þegar hann fylgdi henni heim seint' um kvöld, og þá hafði hún vonað, að . . . Frú Chenoweth hafði verið « kynlega blíð á manninn, þegar hún talaði við hana í símanum. Það lá við að hún hefði verið væmnislega elskuleg. — Jane 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.