Heimilisritið - 01.06.1945, Side 62

Heimilisritið - 01.06.1945, Side 62
Spurningar og svör { ......... ....................j NÁM UNGRA STÚLKNA. Sp.: 1. Viltu vera svo góð að gera okkur þann greiða, að birta mynd af enska leikaranum Riehard Greene ásamt grein um hann í næsta „Heim- ilisriti“? 2. Hvað átlítur þú um það, að ungar stúlkur fari í Menntaskóla? 3. Okkur finnst við vera of feitar, hvað eigum við að gera til að megra okkur? . 4. Hvað eigum við að gera til að losnia við flösu? 5. Hver er mestiíslenzkileikarinn? Tvíburasystur. Sv.: 1. Get því miður ekki orðið við þessari ósk ykkar. 2. Það er langt frá því að mér finnist nokkuð athugavert við það. Mér finnst þvert á móti, að sem flestir ættu að mennta sig, hel^t sérmennta. Og ég er á móti því að takmarka nemendatölu Menntaskól- ans, því að í hann ættu allir að geta komizt sem hafa hug á að sérmennta sig, á meðan stúdentspróf er skil- yrði fyrir háskólaprófi. 3. Svaraði svipaðti spumingu í ágústheftinu síðasta. 4. Gaf ráð við því í júlí-ágúst- heftinu 1943. 5. Treysti mér ekki til að skera úr um það. Ef til vill vilja lesendurn- ir hjálpa mér og segja mér álit sitt. DÍSA SPYR Sp. 1: Vona að þú getir sagt mér, hvort hægt er að ná lýsisblettum úr kjólum? 2. Getur þú veitt mér upplýsingar um, hvort bókin „Þetta allt og heim- urinn með“ kemur ekki bráðum út. Hún er eftir skáldkomma Rachel Field, höfund bókarinnar „Og dagar koma“. Eg las í blöðunum fyrir jól, að hún kæmi bráðum út, en síðan hefur ekkert frézt af henni og ég er svo spennt að lesa hana. 3. Hvernig líst þér á skriftina? Disa. Sv.: 1. Legðu efnið einfalt á þerripappír og nuddaðu blettinn með hreinum klút vættum í bensíni. Ef hann hverfur ekki skaltu nota terpentínu og svo aftur bensín helzt blönduðu með eter að einum fjórða hluta. Efnið er síðan strauað á röng- unni. Til mun einnig vera hreins- unarefni, sem á ensku heitir ,úull- er’s earth“, en nefnt hefur verið þóf- araleir á íslenzku. Ef það er fyrir hendi er það borið á fitublettinn sem þunnt deig og látið þoma vel. Dreg- ur það þá í sig feitina og eyðir blett- inum. Svo er það burstað úr með bursta og er þá bletturinn horfinn. 2. Það er ekki að marka þótt hún sé ekki komin út enn. Erfitt er að fá prentaðar bækur vegna anna í prentsmiðjunum, en væntanlega kemur hún út fyrir jól. 3. Skriftin finnst mér prýðileg, og ég hugsa að þú sért það líka — stað- föst og reglusöm. Ó, HANN CLARK! Spuming: Kæra Eva Adams. Þið vitið svo mikið um „stjömur", svo að mér datt í hug að biðja þig um að gefa mér upplýsingar um utaná- skrift Clark Gable. Ef Heimilisritið veit það ekki „þá hver?“ — Hvert get ég annars snúið mér? Veik stúlka. Svar: Ég myndi skrifa: Mr. Clark ðO HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.