Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 7
ust þokuslæðum, en blómlegur hitabeltisgróður þakti brattar hlíðar þeirra, alveg niður að yf- irborði hins dimmbláa hafs. Fyr- ir innan hvítan brimgarðsborð- ann, þar sem holskeflur úthafs- ins brotnuðu froðufellandi, var logntært lón inn á milli pálma- trjáa og lágreistra timburkofa. „Það hlýtur að vera dásamlegt að eiga heima hérna“, sagði hún. ^„Þetta er hrein og bein paradís“. „Já, paradís okkar, Hazel“, sagði ungi maðurinn, sem stóð við hlið hennar. „Hugsaðu þér, hvað það verður gaman að ganga hér saman, við tvö í blómabreið- um milli trjánna“. Hann reyndi að grípa hönd hennar, en hún dró hana að sér. „Þú mátt ekki tala svona“, sagði hún í bænarrómi. „Þú veist að við höfum engan rétt til þess. Eg er enn trúlofuð Michael. Því aðeins að hann leysi mig frá heitbindingu minni af frjálsum vilja, getum við gert slíkar áætlanir í alvöru. Vertu nú vænn, Barry, og hjálpaðu mér til að geta komið til hans með hreina samvizku, sannfærð um að hafa ekki svikið traust hans“. „Hreina samvizku ...“ Barry Hunter leit í augu hennar. „Er það svona mikilvægt?“ spurði hann. „Hefurðu ekki hugleitt, að þú svíkur sjálfa þig og eyðilegg- ur framtíð þína um leið og þú segir skilið við mig? Hefur það ef til vill ekkert að segja?“ „Barry, það er ekki rétt af þér að tala svona. Hvers vegna viltu ekki reyna að líta á mál- ið út frá mínu sjónarmiði?“ „Af því að ég elska þig, Hazel. Og ég verð brjálaður þegar ég hugsa til þess, að þú ætlir nú að fara til annars manns. Eg get ekki skilið, að þú hafir þurft að sýna þessum Michael Mallory nokkra tryggð. Þú segir sjálf, að hann hafi ekki skrifað þér síð- ustu sex mánuði, og fyrir þann tíma ekki nema með höppum og glöppum. Ef eg skil það rétt, þá hafa Suðurhafsmeyjarnar veitt hann í net sitt, eins og svo ótal marga aðra bæði fyrr og síðar. Hann hefur ekki haft þrótt í sér til þess að standast loftslagið hérna, eins og fleiri. Og ég hugsa að hann kæri sig ekkert um að leggja út í langvarandi hjóna- band“. „Eg skal nú brátt komast að raun um það“, flýtti Hazel sér að segja. „Ekki er ósennilegt, að þú hafir á réttu að standa, Barry. Michael er áhrifagjarn. En ef hann vill enn ganga að eiga mig, þá verð ég að halda loforð mitt. Þú hlýtur að skilja það“. „Þú verður þó að minnsta kosti að segja honum frá mér — að þú elsk....“ HEIMILISIUTIÐ S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.