Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 57
hann kuldalega. „Þú getur byrj- að eftir kaffitímann“. Martin létti. Hann hafði feng- ið atvinnu — þótt hún væri ef til vill ekki alveg við hans hæfi. En hann myndj þó geta greitt Lenstein fimmtíu sterlings- pundin, sem hann skuldaði honum. Þá skuld varð hann að borga fljótt, ef hann átti að geta litið framan í nokkurn mann. Önnu leið ekki vel, þótt hún vekti mikla hrifningu með söng sínum í útvarpið og hefði ánægju af að syngja. Þegar hún hafði áunnið sér fimmtíu pund sendi hún þau til Lensteins, sem greiðslu á skuld Martins. En hún söng ekki nema einu sinni í viku og æfði aðeins tvisvar þess á milli. Tíminn var langur að líða og hún fann að hún saknaði Monks Longtons. En þó saknaði hún Martins mest. Dag nokkurn ákvað hún allt í einu að fara heim til Matildu. Þegar leigubíllinn ók með hana heim að gamla stórhýsinu á Monks Longton, hlýnaði henni um hjartaræturnar. Hún fann að þetta var heimili hennar — og Martins. Brytinn tók hjartanlega á móti henni, en kvað húsmóð- urina hafa verið fjarverandi frá því um hádegi, og að engum væri kunnugt um hvert hún hefði farið. Hún gekk inn í stofu. Á arn- inum var bréf til hennar, reist upp við klukkuna. Það var stíl- að til hennar og með rithönd Martins. Hún reif það upp og las: Elsku Anna mín. — Nú er ég búinn að fá atvinnu, þótt betri gæti hún verið. Ég sendi Len- stein hluta af skuld minni til hans, en hann endursendi pen- ingana og sagði að þú hefðir greitt lánið að fullu. Ég sendi þér þessa fjárhæð, af því ég er staðráðinn í því að greiða þessi fimmtíu pund sjálfur. — Guð fylgi þér alltaf, elsku hjartað mitt. — Þinn Martin. Augu Önnu fylltust af tár- um. Hún flýtti sér að athuga póststimpilinn. — Bréfið var stimplað í Midchurch. Heimilis-' fang sitt hafði Martin ekki skrif að. Allt í einu opnaðist hurðin og Matilda gamla gekk inn í stof- una. Anna gekk til hennar. „Matilda“, sagði hún í lág- um hljóðum. „Ég varð að koma aftur! Ég — ég gat ekki verið lengur í burtu“. Augu gamla kvenskörungs- ins glömpuðu af gleði, þó að rödd hennar væri ofurlitið hranaleg, þegar hún talaði. HEIMILISRITIÐ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.