Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 57
hann kuldalega. „Þú getur byrj-
að eftir kaffitímann“.
Martin létti. Hann hafði feng-
ið atvinnu — þótt hún væri ef
til vill ekki alveg við hans hæfi.
En hann myndj þó geta greitt
Lenstein fimmtíu sterlings-
pundin, sem hann skuldaði
honum. Þá skuld varð hann að
borga fljótt, ef hann átti að
geta litið framan í nokkurn
mann.
Önnu leið ekki vel, þótt hún
vekti mikla hrifningu með
söng sínum í útvarpið og hefði
ánægju af að syngja. Þegar hún
hafði áunnið sér fimmtíu pund
sendi hún þau til Lensteins,
sem greiðslu á skuld Martins.
En hún söng ekki nema einu
sinni í viku og æfði aðeins
tvisvar þess á milli. Tíminn var
langur að líða og hún fann að
hún saknaði Monks Longtons.
En þó saknaði hún Martins
mest.
Dag nokkurn ákvað hún allt
í einu að fara heim til Matildu.
Þegar leigubíllinn ók með hana
heim að gamla stórhýsinu á
Monks Longton, hlýnaði henni
um hjartaræturnar. Hún fann að
þetta var heimili hennar — og
Martins.
Brytinn tók hjartanlega á
móti henni, en kvað húsmóð-
urina hafa verið fjarverandi frá
því um hádegi, og að engum
væri kunnugt um hvert hún
hefði farið.
Hún gekk inn í stofu. Á arn-
inum var bréf til hennar, reist
upp við klukkuna. Það var stíl-
að til hennar og með rithönd
Martins. Hún reif það upp og
las:
Elsku Anna mín. — Nú er ég
búinn að fá atvinnu, þótt betri
gæti hún verið. Ég sendi Len-
stein hluta af skuld minni til
hans, en hann endursendi pen-
ingana og sagði að þú hefðir
greitt lánið að fullu. Ég sendi
þér þessa fjárhæð, af því ég er
staðráðinn í því að greiða þessi
fimmtíu pund sjálfur. — Guð
fylgi þér alltaf, elsku hjartað
mitt. — Þinn Martin.
Augu Önnu fylltust af tár-
um. Hún flýtti sér að athuga
póststimpilinn. — Bréfið var
stimplað í Midchurch. Heimilis-'
fang sitt hafði Martin ekki skrif
að.
Allt í einu opnaðist hurðin og
Matilda gamla gekk inn í stof-
una. Anna gekk til hennar.
„Matilda“, sagði hún í lág-
um hljóðum. „Ég varð að koma
aftur! Ég — ég gat ekki verið
lengur í burtu“.
Augu gamla kvenskörungs-
ins glömpuðu af gleði, þó að
rödd hennar væri ofurlitið
hranaleg, þegar hún talaði.
HEIMILISRITIÐ
55