Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 41
Refsingar eru lagðar við því
í Þýzkalandi að hlusta á erlend-
ar útvarpsstöðvar. Nýlega fékk
móðir eins þýzka flugmannsins
itilkynningu um það frá flug-
herstjórninni, að sonur hennar
væri horfinn og talinn af. Brezka
útvarpsstöðin í London útvarp-
ar vikulega skrá yfir hertekna
Þjóðverja, og fám dögum eftir
þetta, var ungi maðurinn tal-
inn meðal þeirra. Daginn eftir
fékk móðirin átta bréf frá vinum
og kunpingjum, þar sem henni
var sagt, að sonur hennar væri
heill á húfi og herfangi í Eng-
landi. En niðurlag sögunnar er
ljótt. Móðirin kærði alla þessa
átta vini sína fyrir að þeir hlust-
uðu á erlent útvarp, og þeir voru
teknir höndum.
Þegar ég reyndi að koma sögu
þessari í fréttaútvarp mitt, strik-
aði ritvörðurinn hana út, vegna
þess, að hann taldi að amerískir
hlustendur myndu ekki skilja
hetjudóm þann, sem konan
sýndi, með því að láta vini sína
sæta refsingu.
' Þá er önnur sagan: Foreldrum
kafbátsforingja eins var tilkynnt
andlát sonar þeirra. Báturinn
var á eftir áætlun, og flotastjórn
in taldi hann af. Foreldramir
bjuggust til að halda minning-
arathöfn í kirkju sinni. — Að
morgni hinn tiltekna dag hringdi
slátrarinn, sem þau skiptu við,
og bað þau að tala við sig í kyr-
þey. Næst hringdi matvörusal-
inn. Síðan vinir þeirra hver af
öðrum. Þeir höfðu allir heyrt
brezka útvarpið tilkynna, að
sonur þeirra væri meðal fanga,
sem bjargað var af kafbáti. En
hvernig átti nú að aflýsa athöfn-
inni, án þess að yfirvöldinfengju
veður af því, að einhver trún-
aðarmaður fjölskyldunnar hefði
hlustað á erlent útvarp? — Ef
.foreldrarnir vildu ekki ljósta því
upp, myndu þau sjálf ef til vill
verða handtekin. Skotið var á
fjölskylduráðstefnu. Þar var á-
kveðið að halda minningarat-
höfnina, en að henni lokinni var
gestunum boðið heim í erfða-
drykkju. Þar var leyndarmál-
inu hvíslað að þeim, sem ekki
vissu það þegar, og drukkið síð-
an óspart fagnaðaröl.
Þá er hér að lokum þriðja
sagan:
Voldugt, þýzkt kvikmyndafé-
lag lauk í sumar sem leið við
kvikmynd, sem kostaði nokkrar
milljónir marka, og er megin-
efni hennar afrek þýzku Kond-
ór-sveitarinnar á Spáni. Þetta er
stór filma og sýnir, hvernig
þýzku blóði var úthellt á Spáni
í heilögu stríði gegn Bolsévíkun-
um. Hitler, Göring, Göbbels og
Himler sáu hana og hældu
henni. Þá kom þýzk-rússneski
sáttmálinn síðast í ágúst. Filman
HEIMILISRITIÐ
39