Heimilisritið - 01.06.1945, Page 32

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 32
Sijörnuspáin * Hvenær er fæðingardagur þinn? Et hann er á tímabilinu 22. júni — 21. júlí (báðir dagar meðtaldir), þá ertu í heim- inn borinn undir stjörnumerki krabb- ans. Hér geturðu lesið, hvað stjömu- spámennirnir hafa að segja þeim, sem fæðst hafa á þessum tíma árs. * 22. júní ALLA þína ævi muntu hafa áhyggjur af því, hvaða álit aðrir kunna að hafa á þér. Þú munt eyða dýrmætum tíma í að brjóta heilann um, hvað þessi eða hinn getur hafa haft 1 huga, er hann hefu.r látið ein- hver orð falla umhugsunar- laust. Þessu skaltu verjast eins og mest þú mátt, því að í fyrsta lagi geturðu ekkert gert svo öll- um líki og í öðru lagi, muntu afla þér miklu fleiri vina en óvina. Þú skalt temja þér að hafa gott vald á' tilfinningum þírv- um og geðsmunum, því að með því móti getur þú öðlast hugar- ró. Þrátt fyrir feimni þína og - 21. júlí + þær efasemdir um hæfileika þína, sem oft grípa þig, munu aðrir bera mikið traust til þín og leita ráða hjá þér í ýmsum vandamálum. Þér mun og bet- ur lagið að veita öðrum heilræði en að ákveða hvað þú átt sjálfur að gera, ef vanda ber að hönd- um. Takist þér að vera jafn- raunsæ(r) og ákveðin(n)' í þín- um eigin vandamálum sem í annarra, muntu eiga mikla framtíð fyrir höndum, því að yfirleitt geturðu gert þér grein fyrir hvað réttast er að gera. Mundu að vera trúr sjálfri (sjálfum) þér, og þá hefurðu þegar unnið hálfan sigur. Eins og áður er getið muntu eignast marga vini, og hvað ást snertir, þá muntu öðlast hana 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.