Heimilisritið - 01.06.1945, Síða 33

Heimilisritið - 01.06.1945, Síða 33
og endurgjalda í ríkum mæli. Þegar þér finnst þunglyndi ætla að fara að ásækja þig, ætt- irðu að lejta samvista þeirra, sem þér eru hjartfólgnir, því að hjá þeim muntu öðlast styrk, og nærvera þeirra mun hjálpa til að eyða ótta þeim og kvíða, sem kunna stundum að grípa þig heljartökum. Þtú skalt velja þér atvinnu, sem krefst framtakssemi og um- gengni við margt fólk. Þótt þú álítir ef til vill sjálffur), að þú sért bezt fallin(n) til einsetu- lifnaðar eða þeirra starfa, sem þú getur unnið að í kyrrð út af fyrir þig, þá verður það að telj- ast mjög vafasamt, því að það sem þú þarfnast fyrst og fremst, er, að þroska félagshyggju þína og venja þig af feimnishömlun- um. í réttu umhverfi kann svo að fara, að þú losnir við ó- mannblendni þína og fáir til fulls notið þeirra mörgu og góðu hæfileika, sem þú býrð yfir. Sérhvert það starf, sem þarfn- ast dómgreindar og skilnings á þrengingum og mótlæti mann- Sameiginlegt skipsbrot — Ætlarðu að fara í hófið til Siggu í kvöld? — Nei, ég kemst ekki, af því að ég var búinn að lofa mér annað. — Mér var ekki heldur boðið. anna, mun hæfa þér vel, því að þú munt ávallt geta sett þig í spor meðbróður þíns og horft á málin frá hans sjónarhól. — Ferðalög eiga vel við þig, en þú ættir ekki að draga það of lengi að koma þér upp heimili, sem veitir þér örugt athvarf. Samt máttu ekki giftast nema af ást, því að án hennar muntu aldrei finna hamingjuna. Heilsufar þitt verður gott, ef þú lætur á- hyggjurnar ekki vaxa þér yf- ir höfuð. Ákveðinn konunpr Kristján konungur tíundi hef- ur þann sið að ríða spölkora um göturnar í Kaupmannahöfn á hverjum degi. Eitt sinn, er hann reið fram hjá ráðhúsinu, tók hann eftir því að þýzki hakakrossfáninn hafði verið dreginn að hún á fánastöng byggjngarinnar. Hann vék sér að þýzkum varðmanni er stóð við ráðhúsdymar og sagði hon- um, að ef fáninn yrði ekki dreg- inn niður tafarlaust, myndi dansk- ur hermaður verða sendur til að skera hann niður. „Sá hermaður yrði skotinn", hreytti bvzki varðmaðurinn út úr sér. „Danski hermaðurinn verður enginn annar en ég“, sagði kon- ungur. Þjóðverjamir tóku fánann niður. HEIMILISRITIÐ 31

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.