Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 17
Sá var munurinn
Sérkennileg smásaga eftir JAMES HILTON,
rithöfundinn sem samdi m. a. skáldsögurnar:
„Horfin sjónarsvið“, „Verið þér sælir hr.
Chips“ og „Random Harvest“.
ÞAU VORU óvenju vel sam-
valin til ráðahags, Stephen
Beaumont og Catherine Silver;
mann hefði vart grunað, að
nokkurt ósamræmi gæti verið
á milli þeirra. En samt sem áð-
ur var sannarlega mismunur á
þeim.
Stephen var ríkrar ættar,
eins og þú veizt, og hann hafði
verið menntaður með ærnum
tilkostnaði. Það var listamanna-’
blóð í æðum hans og samkomu-
lagið milli hans og foreldra
hans var ekki alltaf sem bezt.
Hann var ekki nema tvítugur,
þegar hann fór að mála, og
kvæntist fyrirmynd. — Fyrir-
myndin var engin önnur en
Catherine Silver — sú dásam-
legasta stúlka, sem ég hef aug-
um litið.
Þau voru hamingjusöm sam-
an, þó að fjölskylda Stephens
hefði orðið ofsareið vegna
kvonfangsins og neitaði að
styrkja hann nokkuð fjárhags-
lega. Mér er óhætt að fullyrða,
að hann lifði að mestu leyti af
því sem hún vann sér inn —
því að hún var mjög eftirsótt
sem fyrirmynd meðal beztu list-
málara. En þau biðu að sjálf-
sögðu bæði eftir því að hann
yrði frægur — og á meðan lifðu
þau lífinu í áhyggjulitlum un-
aði.
Þegar stríðið braust út, lang-
aði Stephen sízt af öllu til að
berjast. Hann hataði stríð, og
hann hataði enn meir tilhugsun-
ina um að yfirgefa hina fögru
konu sína. Hann fékk fjölskyldu
sína til þess að beita áhrifum
sínum og útvega sér skrifstofu-
störf. Árangurinn varð sá, að
hann fékk stöðu í hermálaráðu-
neytinu og þar vann hann í tvö
ár stríðsins. En svo, hvernig
sem á því stóð, var hann skyndi-
HEIMILISRITIÐ
15