Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 43

Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 43
Vegna þess, að erfitt er um þvotta af sápuskorti, segir Mar- win, að prestar séu nú farnir að nota hempukraga úr pappír. — Þeir kosta fimmtíu aura og má nota þá sinn daginn hvoru meg- in. Svo er þeim fleygt. Marwin segir, að mörgum op- inberum byggingum hafi verið lokað í kyrrþey vegna kolaleys- is, þar á meðal Vélfræðideild háskólans, Ríkisbókasafninu og flestum skólum. Kirkjur má ekki hita upp fyrst um sinn, óákveðinn tíma. Þegar Marwin heimsótti gamla, þýzka konu hérna um daginn, sat hún í tveim peysum, loðkápu og skó- hlífum og var þá fimm stiga frost inni hjá henni. Þótt 27,000 Þjóðverjum sé ár- ' lega leyft að flytja til Banda- ríkjanna, komst Marwin að því, að 248,000 eru skráðir á biðlista hjá ameríska sendiráðinu. Níu- tíu og átta ,af hundraði voru Gyðingar, eða um það bil ann- ar hver Gyðingur, sem eftir er í Þýzkalandi. Berlín, 1. marz 1940. Hersveitir streyma á hverj- um degi í gegnum Berlín og í vesturátt. Margir eru kallaðir í herinn síðustu daga. Allir loft- varnaverðir hafa verið aðvarað- ir um að vera reiðubúnir til starfa eftir 15. marz. Sögur ganga um mikinn liðsafnað við landamæri Hollands, en enginn veit hér neitt. Eftir því sem ég leit til í Hollandi, verður það Þjóðverjum auðfengin bráð. — Herinn er lítilfjörlegur. Gildi hinna frægu vatnavarna þeirra er efasamt. Berlín, 10. marz 1940. í dag er þjóðhátíð í Þýzka- landi, minningardagur vegna þeirra, sem fallið hafa. Hvílíkir öfuguggar geta mennirnir ver- ið! í ritstjórnargrein á framsíðu Lokal Anzeiger segir: „Nú er enginn tími fyrir tilfinninga- semi. Menn láta líf sitt fyrir Þýzkaland nótt og dag. Örlög hvers einstaks manns eru nú lít- ilvæg. Enginn spyr hvers vegna, ef einhver bíður tjón á lífi eða limum“. Þetta er meinið. Ef Þjóðverj- ar spyrðu hvers vegna, myndi blómi æsku þeirra ekki sífellt vera fordæmdur til slátrunar á vígvöllunum. Rundstedt hershöfðingi, sem stjórnaði Póllándsherferðinni, skrifar í Völkische Beobachter: „Minningardagur 1940. Sannar- lega hugsum við af djúpri al- vöru til hinna látnu, en við hörmum ekki“. Og blað þetta skráir með rauðu tröllaletri: „Áfram yfir grafimar!“ HEIMILISRITIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.