Heimilisritið - 01.06.1945, Qupperneq 43
Vegna þess, að erfitt er um
þvotta af sápuskorti, segir Mar-
win, að prestar séu nú farnir að
nota hempukraga úr pappír. —
Þeir kosta fimmtíu aura og má
nota þá sinn daginn hvoru meg-
in. Svo er þeim fleygt.
Marwin segir, að mörgum op-
inberum byggingum hafi verið
lokað í kyrrþey vegna kolaleys-
is, þar á meðal Vélfræðideild
háskólans, Ríkisbókasafninu og
flestum skólum. Kirkjur má
ekki hita upp fyrst um sinn,
óákveðinn tíma. Þegar Marwin
heimsótti gamla, þýzka konu
hérna um daginn, sat hún í
tveim peysum, loðkápu og skó-
hlífum og var þá fimm stiga
frost inni hjá henni.
Þótt 27,000 Þjóðverjum sé ár- '
lega leyft að flytja til Banda-
ríkjanna, komst Marwin að því,
að 248,000 eru skráðir á biðlista
hjá ameríska sendiráðinu. Níu-
tíu og átta ,af hundraði voru
Gyðingar, eða um það bil ann-
ar hver Gyðingur, sem eftir er
í Þýzkalandi.
Berlín, 1. marz 1940.
Hersveitir streyma á hverj-
um degi í gegnum Berlín og í
vesturátt. Margir eru kallaðir í
herinn síðustu daga. Allir loft-
varnaverðir hafa verið aðvarað-
ir um að vera reiðubúnir til
starfa eftir 15. marz. Sögur
ganga um mikinn liðsafnað við
landamæri Hollands, en enginn
veit hér neitt. Eftir því sem ég
leit til í Hollandi, verður það
Þjóðverjum auðfengin bráð. —
Herinn er lítilfjörlegur. Gildi
hinna frægu vatnavarna þeirra
er efasamt.
Berlín, 10. marz 1940.
í dag er þjóðhátíð í Þýzka-
landi, minningardagur vegna
þeirra, sem fallið hafa. Hvílíkir
öfuguggar geta mennirnir ver-
ið!
í ritstjórnargrein á framsíðu
Lokal Anzeiger segir: „Nú er
enginn tími fyrir tilfinninga-
semi. Menn láta líf sitt fyrir
Þýzkaland nótt og dag. Örlög
hvers einstaks manns eru nú lít-
ilvæg. Enginn spyr hvers vegna,
ef einhver bíður tjón á lífi eða
limum“.
Þetta er meinið. Ef Þjóðverj-
ar spyrðu hvers vegna, myndi
blómi æsku þeirra ekki sífellt
vera fordæmdur til slátrunar á
vígvöllunum.
Rundstedt hershöfðingi, sem
stjórnaði Póllándsherferðinni,
skrifar í Völkische Beobachter:
„Minningardagur 1940. Sannar-
lega hugsum við af djúpri al-
vöru til hinna látnu, en við
hörmum ekki“. Og blað þetta
skráir með rauðu tröllaletri:
„Áfram yfir grafimar!“
HEIMILISRITIÐ
41