Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 28

Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 28
sveit Carls Billich. Hann hefur gert allmikið að því að þýða erlenda danslagatexta á íslenzku, m. a. „Suð- ur um höfin“. Baldur er píanóleikari og tónskáld hljómsveitarinnar. Hann hefur spil- að í mörgum hljómsveitum eins og hinir, og getið sér góðan orðstír. Af danslögum þeim, sem hann hefur samið, má nefna „Þú biður mín“, sem var mjög vinsælt á sínum tíma. Og svo er það sjálfur sveitarstjór- inn, Þórir Jónsson. Hann spilar venjulega á altsaxofón og stundum á fiðlu. Annars þarf hann ekki kynn- ingar við. Það líða ekki mörg kvöld svo, að við heyrum ekki í fiðlunni hans í gegnum útvarpið, annað hvort í útvarpskvartettinum, útvarpshljóm- sveitinni eða þá bara með undirleik Fritz Weisshappel. Og það var hann, sem Konservatoríum í Kaupmanna- höfn tók upp á sína arma hérna um árið og kenndi ókeypis — ekki af því að Þórir hafi verið blankur, nei, heldur af því að hann þótti svo framúrskarandi efnilegur. — Eg ætla að gera úrslitatilraun til að ná í þjóninn! Gene Krupa Gene Krupa er talinn vera einn af þremur beztu tmmmuspilurum Bandaríkjanna um þessar mundir. Hann er nú á hátindi frægðar sinn- .ar og einhver mest umtalaði dans- hljómsveitarstjóri heimsins. Hann heitir réttu nafni Eugene Bertram Krupa og er fæddur í Chicago 15. jan. 1909. Ætlun for- eldra hans var að hann yrði prest- ur, en Krupa hafði frá barnæsku verið mikið gefinn fyrir hljómlist og myndað hljómsveit þegar hann var í skóla. Árið 1929 komst hann í hljómsveit Red Nichols, en þar var þá fjöldi uppvaxandi jassstjarna, m. a. Benny Goodman. Árið eftir stofn- aði Goodman sjálfur hljómsveit og fékk Krupa í hana til að leika á trommu, og þar var hann þangað til hann stofnaði sína eigin hljóm- sveit. Krupa er ekki stjórnandi á borð við snillinga eins og Goodman eða Ellington, en hefur örugt eyra og ó- þrjótandi „energí“. Hann æfir sig marga klukkutíma á dag og notar þá gúmmímottu í stað trommunnar, til þess að æra ekki nábúana. Því þegar Krupa er í essinu sínu með hljómsveit sinini og ber trommuna, eru engin lýsingarorð til, sem lýsa krafti, ötulleik og gleðiofsa hans. Krupa gleymir þá öllu nema músík- inni, og hrífur áheyrendur — og áhorfendur — með sér til landa gleði og glaums. Krupa hefur ritað bók sem heitir „About and lectured on drummond, also composes". Hann hefur komið fram í mörgum kvikmyndum og heit- ir sú síðasta: „George Whites Scan- dals of 1945“. 26 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.