Heimilisritið - 01.06.1945, Page 28

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 28
sveit Carls Billich. Hann hefur gert allmikið að því að þýða erlenda danslagatexta á íslenzku, m. a. „Suð- ur um höfin“. Baldur er píanóleikari og tónskáld hljómsveitarinnar. Hann hefur spil- að í mörgum hljómsveitum eins og hinir, og getið sér góðan orðstír. Af danslögum þeim, sem hann hefur samið, má nefna „Þú biður mín“, sem var mjög vinsælt á sínum tíma. Og svo er það sjálfur sveitarstjór- inn, Þórir Jónsson. Hann spilar venjulega á altsaxofón og stundum á fiðlu. Annars þarf hann ekki kynn- ingar við. Það líða ekki mörg kvöld svo, að við heyrum ekki í fiðlunni hans í gegnum útvarpið, annað hvort í útvarpskvartettinum, útvarpshljóm- sveitinni eða þá bara með undirleik Fritz Weisshappel. Og það var hann, sem Konservatoríum í Kaupmanna- höfn tók upp á sína arma hérna um árið og kenndi ókeypis — ekki af því að Þórir hafi verið blankur, nei, heldur af því að hann þótti svo framúrskarandi efnilegur. — Eg ætla að gera úrslitatilraun til að ná í þjóninn! Gene Krupa Gene Krupa er talinn vera einn af þremur beztu tmmmuspilurum Bandaríkjanna um þessar mundir. Hann er nú á hátindi frægðar sinn- .ar og einhver mest umtalaði dans- hljómsveitarstjóri heimsins. Hann heitir réttu nafni Eugene Bertram Krupa og er fæddur í Chicago 15. jan. 1909. Ætlun for- eldra hans var að hann yrði prest- ur, en Krupa hafði frá barnæsku verið mikið gefinn fyrir hljómlist og myndað hljómsveit þegar hann var í skóla. Árið 1929 komst hann í hljómsveit Red Nichols, en þar var þá fjöldi uppvaxandi jassstjarna, m. a. Benny Goodman. Árið eftir stofn- aði Goodman sjálfur hljómsveit og fékk Krupa í hana til að leika á trommu, og þar var hann þangað til hann stofnaði sína eigin hljóm- sveit. Krupa er ekki stjórnandi á borð við snillinga eins og Goodman eða Ellington, en hefur örugt eyra og ó- þrjótandi „energí“. Hann æfir sig marga klukkutíma á dag og notar þá gúmmímottu í stað trommunnar, til þess að æra ekki nábúana. Því þegar Krupa er í essinu sínu með hljómsveit sinini og ber trommuna, eru engin lýsingarorð til, sem lýsa krafti, ötulleik og gleðiofsa hans. Krupa gleymir þá öllu nema músík- inni, og hrífur áheyrendur — og áhorfendur — með sér til landa gleði og glaums. Krupa hefur ritað bók sem heitir „About and lectured on drummond, also composes". Hann hefur komið fram í mörgum kvikmyndum og heit- ir sú síðasta: „George Whites Scan- dals of 1945“. 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.