Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 58
„Það gleður mig, að þú hef-
ur þó einhverja glóru í kollin-
um“, sagði hún; varð svo litið
á bréfið í hendi Önnu og bætti
við: „Ég sé, að þú hefur fund-
ið bréfið hans Martins“.
„Já, en það stendur ekki í því
hvar hann er“.
Matilda hnussaði.
„Myndirðu verða nokkuð
undrandi, ef ég segði þér, að ég
hef komist að því hvar hann
heldur sig?“
„Hvað ertu að segja?!“ Anna
starði á hana. „Hvar er hann?
Er hann langt héðan?“
„Hann er farinn að vinna, sem
hann hefði átt að hafa gert fyr-
ir löngu. — Hann er farinn að
vinna eins og maður“, svaraði
Matilda. „Hann vinnur við
byggingu flóðgarðs — og það
sem algengur verkamaður“.
„Nú, en hvernig —?“ Anna
vissi ekki hvaðan á sig stóð
veðrið.
Gamla konan skýrði henni
svo frá því, að hún hefði verið
í kaffiboði hjá nágranna sínum
daginn áður, og að þá hefði einn
viðstaddra sagt, að sér hefði
verið boðið að skoða nýja flóð-
garðinn, sem verið væri að
byggja í Hampshire. — Þegar
hann gekk eftir stíflugarðinum
hefði hann þekkt Martin á með-
al verkamannanna, en hann
hefði þó forðað sér, þegar sá, er
56
skýrði Matildu frá þessu, ætl-
aði að ganga til hans.
„Við verðum að fara til hans
á morgun!“ hrópaði Anna. „Ég
má til með að fá hann hingað.
Við höfum verið aðskilin meira
en nógu lengi. Ég afber það
ekki lengur“.
Matilda klappaði á handlegg
Önnu.
„Ég kem með“, sagði hún vin-
gjarnlega. „Þessi vitleysa er bú-
in að ganga nógu lengi“.
Þær lögðu snemma af stað
morguninn eftir. Önnu hafði
ekki orðið svefnsamt um nótt-
ina. Hún hlakkaði til að vera
hjá Martin aftur, hlakkaði til
að segja honum, að nú væri
engin ástæða til þess fyrir þau
að vera aðskilin.
Þær óku í gegnum Midchurch
og síðan um óbyggðu flákana
í áttina að flóðgarðinum. Vegur-
inn fór sífellt versnandi, en
loks nálguðust þær verka-
mannaskýlin og hinn volduga
stíflugarð.
Skyndilega sneri Matilda
höfðinu snöggt til hliðar, eins
og hún væri að hlusta.
„Hvaða hljóð er þetta?“
Anna staðnæmdi bílinn og
stökk út. Það var greinilega
hrópað á hjálp í allmikilli fjar-
lægð.
Svo kom hún auga á dökk-
hært höfuð á manni, sem flaut
HEIMJLISRITIÐ