Heimilisritið - 01.04.1946, Blaðsíða 17
*
ástarhóta?" Hann brosti til henn-
ar. „Þér eruð eina skynsama kon-
an, sem ég hef hitt — ég held um
ævina“.
Og þannig vildi það til, að Hil-
ary bætti uafni enn eins góðs fé-
laga á listann yfir vini sína og enn
einu hjartasári sjálfs sín ... sárs-
-aukafyllra hjartasári en liana
hafði dreymt um.
Því að þau höfðu ekki skemmt
sér saman úti í mörg kvöld þegar
henni var það ljóst, að hún var
óstjórnlega ástfangin af Donald
Ingram. Hann var maðurinn, sem
henni var ætlaður — maðurinn
með dökka, slétta hárið og heið-
bláu augun. Hún leit nú sjálf
björtum augum á framtíðina.
Þetta var þá ástæðan fyrir því,
hugsaði húu með sér, að engin
hefði beðið hennar fyrr. Donald
átti að verða sá fyrsti.
Og svo hringdi hann til hennar,
kvöld eitt, kortér eftir að þau
höfðu boðið hvoru öðru góða nótt
fyrir utan útidyrnar hjá henni, og
sagði í símanum: „Hilary, þú held-
ur víst, að ég sé genginn af vitinu,
en ég þarf að segja þér dálítið
áríðandi. Viltu borða með mér há-
degisverð á morgun?“ — Já, þá
var hún sannfærð um, að hann
myndi biðja hennar daginn eftir.
I GEGNUM bílgluggann sá hún,
hvar hann beið hennar fyrir utan
veitingahúsið, sem hann hafði til-
tekið kvöldið áður. Hann gekk ó-
þolinmóður frarn og aftur, hár og
grannur og sólbrenndur, svo karl-
mannlegur og dásamlegur. Andar-
tak þrýsti hún saman lófanum í
óumræðilegri hamingju og lygndi
aftur augnalokunum. „Elsku,
kjánadrengurinn minn“, sagði hún
við sjálfa sig. ,.Ég elska þig lika.
Þú þarft ekki að vera svona ó-
rólegur augnablik lengur. Ef þig
grunaði bara....“
Hún borgaði bílstjóranum og
gaf honum svo mikið í aukaþókn-
un, að hann starði þegjandi á hana
með opinn munninn. Svo hljóp hún
geislandi af gleði yfir gangstéttina
til Donalds, og áður en varði sátu
þau saman við afskekkt borð inni
í veitingastofunni.
Þau höfðu fengið rjúkandi kraft-
súpu fyrir framan sig, þegar Hil-
ary gat ekki lengur orða bundist.
Framtíðin blasti við björt og fög-
ur.
„Jæja“, sagði hún hýr í bragði,
„hvaða ægileg tíðindi hefurðu að
færa mér?“
Hana furðaði á, hvað hann varð
vandræðalegur. Hann forðaðist að
líta í augu hennar og brosti ekki.
Og allt í einu skildi hún hvers kyns
var.
„Ég var að trúlofa mig Hilary“,
sagði hann hægt og hikandi. „Mig
langaði bara til þess að þú yrðir
fyrst til að frétta það. Við höfum
HEIMILISRITIÐ
15