Heimilisritið - 01.04.1946, Blaðsíða 53
séð liann koma nálægt píanói. Lik-
lega er það kvalræði fyrir hann,
eins og nú er komið. Þú skilur ....
nazistarnir hlifðu ekki höndum
hans, áður hann slapp frá þeim,
og þar að auki var hann hálfgert
barn, þegar þeir gerðu innrásina.
Sextán eða seytján ára“.
Eg horfði á hendur hans, þessar
dásamlegu hendur píanósnillings-
ins, þessa tálguðu, grönnu og
beinaberu fingur, sem höfðu náð
svo ótrúlegu valdi á tónum og nót-
um áður fyrri. Nú voru þeir svo
sorglega óliprir að sjá, en samt
seigluðust þeir djarflega og slysa-
laust yfir nótnaborðið og sköpuðu
draumkenda tign og veldi í hljóm-
um.
Ég gekk til hans og staðnæmdist
fyrir aftan hann, og hann varð
strax var við nærveru mína og
sneri sér að mér.
„Fyrirgéfið“, sagði ég. „Þér
megið ekki láta mig trufla yður“.
Hann stóð upp. „Ég er hræddur
um, að það hafi verið ég, sem
olli trufluninni“. Hann brosti og
horfði út í bláinn. „Þegar dyrnar
eru jarðneskar“, hélt hann áfram,
„er bezt að hafa þær lokaðar.
Annars berst ryk og annarlegur
eimur inn“.
Mér fannst eins og ég hefði hegð-
að mér dónalega og ruðst, án þess
að hafa illt í huga, inn þangað,
sem einhver helgiathöfn væri að
fara fram og enginn utanaðkom-
andi gæti tekið þátt í. En nú var
um seinan að snúa við. Skemmd-
arverkið var unnið.
„Ég heyrði yður spila í Carnegie
Hall“, sagði ég aumingjalega, til
þess að rjúfa hina óhugnanlegu
þögn. „Það var fyrir einum firnm
árum. Þér spiluðu þá mörg lög,
eftir Schumann“.
„Já, alveg rétt“. Augu hans urðu
bjartari og hlýrri, en aðeins andar-
tak. Ég leit undan. Mig langaði
ekki til þess að sjá rústir Póllands
á ný í ellilegum æskusvip hans, í
dauðamóðu snillingsaugna hans,
„Schumann“, sagði hann. — „Beet-
hoven, Brahms.... Það er langt
síðan það var“.
„Já, það er langt síðan“, endur-
tók ég bjánalega. Mér fannst ég
ekkert geta sagt annað.
Tony kom með tvö glös. „Ég á
ekki meira til af ís út í“, sagði
hann. ,,Þið megið fá restina, del-
arnir ykkar“.
„Dzen kuje“.
„Vér þökkum“. sagði ég og lyfti
glasinu mínu. „Fyrir áframhald-
andi sigri. Og fyrir Carnegie Hall“,
ég gat ekki á mér setið að bæta
því við, af því að drengjaaugun
hans höfðu aftur orðið svo alltof
fljótt gömul að sjá. „Fyrir næsta
sigri yðar þar — Á betri tímum“.
Hann hneigði sig hæversklega,
næstum tignarlega. Við drukkum
skál. Hann lagði glasið sitt varlega
frá sér á borðið og hélt löngum,
HEIMILISRITIÐ
51