Heimilisritið - 01.04.1946, Blaðsíða 43
um, og heiðursmerkin tvö. Morg-
an tók upp hin borðalögðu heið-
ursmerki og mundi þá eftir bréf-
inu, sem hafði fylgt þeim.
Augnabliki síðar var barið að
dyrum. Hann horfði í kringum
sig og var í þann veginn að kalla
upp, þegar hurðin opnaðist hægt
og ungur drengur birtist í dyr-
unum — grannur, berhöfðaður
snáði, varla hærri en hurðar-
húnninn, sem hann fálmaði við,
og með stór, brún augu og mag-
urt andlit.
„Sæll, karlinn11, sagði Morg-
an, forviða á því að sjá þennan
litla komumann.
„Sæll“, endurtók snáðinn
feimnislega.
„Hvað vantar þig, góðurinn?"
Drengurinn gaut augunum til
Morgans „Maðurinn niðri sagði
... sagði að þú byggir hérna“.
„Svo er að sjá. Hvern vildir
þú finna?“
„Walsh. Ert þú hann?“
Morgan hikaði. „Ég er kallað-
ur það“, játaði hann varfærinn.
„Hvað vildir þú?“
„Ég ... eg hugsa, að þú þekkir
mig ekki“, sagði drengurinn.
„Ég er Jimmie“.
„Nú, það gleður mig að hitta
þig, Jimmie“, svaraði Morgan
forviða, en þó á verði. „Býrð þú
hérna?“
„Ég bý hvergi núna. Ég strauk
í burtu og var nærri týndur“.
Morgan hleypti brúnum.
„Hvers vegna straukstu? Smá-
snáði eins og þú — -—“
„Ég ætlaði að finna þig“, greip
drengurinn fram í.
Morgan skildi enn ekki hvem-
ig í öllu lá. „Þú vildir finna
Walsh?“ endurtók hann. „En
hvemig vissirðu, hvar hann átti
heima?“
„Ég hafði blaðsnepil, sem var
skrifað á, og sýndi hann fólki,
og mér var sagt, að það væri
hérna, sem skrifað stendur á
honum“
Morgan stirðnaði upp og færði
sig nær gesti sínum. „Hvers
konar bréfsnepil? Láttu mig sjá
hann“.
Snáðinn opnaði' hnefann, og
þá kom í ljós krypplað blað.
Morgan hrifsaði það af honum
og braut það í sundur hálf-
skjálfhentur. Á það var skrifað
með blýanti nafnið „Edward
Walsh“ og fyrir neðan heimilis-
fangið. Ekkert annað.
„Hvar fékkstu þetta?“ spurði
hann byrstur.
Drengurinn hrökklaðist aftur
á bak, bersýnilega hræddur.
„Mamma mín —.hún lét mig
fá það“, st-amaði hann.
Morgan fór að gruna margt.
„Hvað heitirðu fullu nafni?“
James Walsh, en .. en ég er
alltaf kallaður Jimmie“.
Morgan greip andann á lofti.
HEIMILISRITIÐ
41