Heimilisritið - 01.04.1946, Blaðsíða 27
hugsandi: „Hvað ég myndi gera?
Þar er heil rannsóknarstofa af
ýmsu handa honum. Lítii tilrauna-
glös með — til dæmis botulism
cultures eða taugaveikisbakteríum
.... Fyrirgefðu mér, vina mín.
Fyndni lækna hættir við að vera
full gróf. Hefðu annars engar á-
hyggjur af honum. Hann sér um
sig, engin hætta á öðru. En sjáðu
um að líta sjálf betur út, Marcia.
Vertu meira úti í sólinni. Eg skal
senda þér töflur —“.
Ancill birtist við hlið Marciu og
sagði hæversklega, að húsbóndi
sinn kvartaði undan dragsúgi.
„Vertu sæl, Marcia“, sagði
Blakie og skellti sjálfur hurðinni á
eftir sér, óþarflega harkalega.
Það var um klukkan þrjú þenn-
an sama dag, að bréfið frá Rob
kom, einum til tveimur tímuni eft-
ir komu Ivans. Til allrar hamingju,
eða óhamingju, var Marcia sjálf í
forstofunni þegar það kom. Það
var efsta bréfið, sem Ancill hélt
á, þegar hann kom með síðdegis-
jióstinn, og þar sem það var ófrí-
merkt, hafði vinnustúlkan hjá
Verity sennilega látið það í bréfá-
kassann.
Marcia hafði strax séð það og
þekkt rithöndina.
„Þetta er til mín“, sagði hún og
hrifsaði bréfið.
„En frú —
„Það er til mín“, endurtók hún
ákveðin. Ancill leit fram hjá henni,
en hann hafði áreiðanlega tekið
eftir rithöndinni og því, að það var
ekki frímerkt. „Þér megið fara með
hin bréfin inn til Goddens“, bætti
hún við.
Hann gerði þ'að ólundarlegur.
Hún flýtti sér inn í viðhafnar-
stofuna, sem sjaldan var nótuð og
gengið var inn i úr forstofunni
gegnt dyrum bókastofunnar. Ilún
lokaði hurðinni á eftir sér og opn-
aði umslagið með titrandi höndum.
Það hefði ekki mátt muna hárs-
breidd að Ivan hefði ckki fengið
það í hendur. En auðvitað gat
Rob ekki grunað það.
Ilún las bréfið:
„Hjartans Marcia. Þú verðnr að
skilja við hann nú. Hann er
heima; ég sá hann kama. Skilurðu
það ekki núna, að þetta er ekki
hcegt — þú getur ekki búið ájram
með honum. Þú verður aldrei Icon-
an hans jramar. Ég get ekki leyjt
það, Marcia. Þú kemur til mín í
dag, í kvöla, þegar þú kerrmr í
boðið. Þú verður að koma. Ilann
er að drepa þig hœgt og liœgt. Mér
er ómágulegt að standa aðgerðar-
laus álengdar og sjá það. Ég
elska þig“.
Undir bréfinu stóð „Rob“.
Víst var Ivan heima. En Rob
gat ekki vitað það, að hún var
enn meira á valdi Ivans eftir heim-
komu hans, en áður.
Samt hugleiddi hún það nú —
andartak gat hún hugsað sjálf-
HEIMILISRITIÐ
25