Heimilisritið - 01.04.1946, Blaðsíða 62
án mínútur yfir tólf eins og
-venjulega. Vegna þess, að sjald-
an finnst nokkur flugvél með
leitarljósunum, hefur sá kvittur
.gosið upp meðal almennings, að
brezku flugvélamar séu málað-
ar með einhverri málningu, sem
gerir þær ósýnilegar.
Berlín, 5. sept. 1940.
Ég er sárgramur yfir því, að
TÍtvarpsyfirmennimir neita mér
um að fá að sjá næturárásim-
ar. Þegar ég kom í kvöld til
J>ess að útvarpa, sá ég að búið
vár að setja upp varahljóðnema
til að tala í. Þeir eru þannig að
bera verður varirnar fast að
þeim, til þess iað þeir nemi rödd-
ina. Skotþmmur frá loftvama-
byssunum úti hafa engin áhrif
á þá.
Berlín, 7. sept. 1940.
Ekki em birtar fréttir af því,
að Þjóðverjar hafa undanfarinn
hálfan mánuð verið að varpa
sprengjum yfir miðhluta Lund-
únaborgar, og þýzka þjóðin
veit ekkert um það. Ritverðim-
ir vöruðu mig við því, í kvöld,
að fara út í þá sálma. Það er
auðsætt, að ýmsir þýzkir út-
varpshlustendur ná sendistöð-
inni, sem útvarpar fréttaþátt-
vim mínum til New York, og
hlusta á þá. Það er vítalaust, af
því að stöðin er þýzk.
í kvöld segir yfirherstjómin,
sem hver góður Þjóðverji hygg-
ur að segi hreinan sannleikann
eins og guðspjöllin, í sérstakri
tilkynningu, að öflugar árásir
hafi verið gerðar á London í
dag í fyrsta skipti, til þess að
refsa Bretum fyrir árásir þeirra
á Berlín. „Árangurinn af þessum
refsiárásum er sá“, segir í til-
kynningunni, „að reykhaf ligg-
ur nú í kvöld yfir London, alla
leið frá miðri borginni til ósa
Thames“.
Berlín, 11. sept 1940.
í nótt kom harðasta loftárás-
in, sem gerð hefur verið. Þýzku
blöðin em æf. Börsen Zeitung
kallar hina fljúgandi gesti okk-
ar í gærkvöldi „villimenn“, og
fyrir-sögnin er: „Glæpir Breta
í Berlín“. Eftir sögusögn naz-
ista voru aðeins fimm menn
dVepnir, en nú vörpuðu Bretar
í fyrsta skipti niður allmörgum
eldsprengjum, og komu víða
upp nokkrir eldar.
í dag staðhæfir brezka útvarp-
ið, að Patsdamer járnbrautar-
stöðin hafi verið hæfð, en það
er ekki satt, og að minnsta
kosti þrír Þjóðverjar, sem hlust-
uðu á brezka útvarpið í dag,
sögðu mér, að þeim kæmi nokk-
uð á óvart og félli miður, að
það hallaði einnig rétti máli.
Það er seinheppilegur áróður
«0
HEIMILISRITIÐ