Heimilisritið - 01.04.1946, Blaðsíða 15
unn og regnið buldi á gluggarúð-
unum. Eða kanski var orsökin
sú, að bezti vinur hennar, John
Riehards, var nýkominn heim úr
brúðkaupsferð með eina af þessum
litlu, Ijóshærðu átján-ára-gömlu.
Það hafði komið bréf frá hon-
um með morgunpóstinum. Hann
ætlaði að bjóða henni í afmælis-
kokkteil ef hún myndi vilja hitta
hann á Myfair- barnum klukkan
fimm um daginn. Ekki mýkti þetta
skap hennar. Hún gat ekki að því
gert, hún hugsaði ekkert hlýlegá
til þeirra pilta, sem segðu upp í
eyru hennar, að þeir gætu ekki
hugsað sér betri félaga en haua,
en sem gerðu sér svo hægt um
hönd einn góðan veðurdag og yrðu
ástfagnir af einhverjum grautar-
haus á gelgjuskeiði.
Það bar engan árangur, þótt
Hilary reyndi að veita sjálfri sér
a’lvarlegar áminningar fyrir þessar
hugsanir og segði: „Kjánaskapur,
góða mín, þú kærir þig ekkert um
að giftast þessum mönnunum, sem
þú þekkir. Það eina, sem þú vilt,
er að þeir biðji þín, til þess að
þú getir haft þá ánægju að hrygg-
brjóta þá“. Þetta var árangurs-
laust.
Ekki vantaði afmælisgjafirnar
frá þeim öllum. Nigel sendi dem-
antskreytta eyrnahringi, Hugh
sendi henni sígarettukveikjara úr
gulli — allir höfðu þeir munað
eftir afmælisdeginum hennar. ...
EN ÞÓTT henni tækist næstum
að sannfæra sjálfa sig um, að hún
ætti beztu vini sem nokkur stúlka
gæti kosið sér og að hún hefði
ekki yfir neinu að kvarta, að hún
vœri ánægð — þegar hún gekk
yfir gólfið. milli dansfólksins á
Myfair, til þess að komast að barn-
um, þá var beiskja hennar ekki
langt undir yfirborðinu.
John var kominn. Hún sá hann
sitja á einum hinna háfættu stóla
og rabba við herðabreiðan mann
i ljósum oxfordbuxum og brún-
köflóttum sumarjakka.
Hún heilsaði John glaðlega og
settist við hlið hans. Andartaki síð-
ar stóð freyðandi glas með gin-
og kampavínsblöndu fyrir framan
hana.
„Hilary, má ég kynna Donald
Ingram fyrir þér. Donald — Hii-
ary Dunstan. Donald sat hérna,
þegar ég kom, og ég get ekki losn-
að við hann“
Þau Hilary og Donald hlógu og
heilsuðust skylduræknislega. IIil-
ary hugsaði: Hann er myndarleg-
ur, þessi Donald! Hefur brosandi
og blá augu og íhugult, sólbrennt
andlit. — Hún heyrði — eins og í
fjarska — að Juhn talaði um ungu
konuna sína dálitla stund, en svo,
kynlega fljótt, renndi hann sér nið-
ur úr stólnum og sagði:
„Þið verðið að afsaka mig mina,
en ég verð að fara“. Hann leit
ibygginn á úrið sitt. „Eg má
HEIMILISRITIÐ
13