Heimilisritið - 01.04.1946, Blaðsíða 60
'leitni yfirvaldanna að dylja, hve
alvarleg árásin var. Þebta er í
fyrsta skipti, sem við getum borið
frásagnir dr. Göbbels saman við
það, sem gerðist í raun og veru.
Bretar vörpuðu líka niður nokkr-
um flugmiðum í gærkvöldi, þar
sem, fólkinu er sagt, að „þessi ó-
friður, sem Hitler hleypti af stað,
mun standa jafnlengi og Hitler
stendur uppi“. Þetta er góður á-
róður, en því miður munu miðarn-
ir komast í fárra hendur, því að.
of litlu af þeim hefur verið fleygt
niður.
Berlín, 29. ágúst 1940.
Bretar gerðu enn öfluga árás
í nótt sem leið og drápu Þjóð-
verja í fyrsta skipti í höfuðborg
ríksins. Opinberlega er tilkynnt,
að tíu menn hafi verið drepnir
og tuttugu og níu særðir í Ber-
lín, einkum í námunda við
Tempelhofflugvöllinn.
Ég hygg, að það fái meira á
Berlínarbúa, að brezkar flugvél-
ar gátu komizt vandræðalaust
inn yfir Berlín en þessi fyrstu
mannalát hafa gert. Nú hefur
styrjöldin sótt þá sjálfa heim í
fyrsta skipti. Ef Bretar halda
þessu áfram, mun það draga gíf-
urlega úr þreki fólksin^ hér.
Göbbels skipti skyndilega um
aðferð í dag. Nú býður hann
blöðunum að reka upp óp mikil
um „villimennsku" brezku flug-
miannanna, sem ráðast á vamar-
lausar konur og böm í Berlín.
Þess verður að minnast, að hér
hefur fólki ekki verið sagt af
morðárásum þýzka flugflotans á
London.
Berlín, 1. sept. 1940.
Ég var í baði um klukkan tólf
í gærkvöldi og heyrði því ekki,
þegar rafblístrurnar vöruðu við
hættu. Ég vissi ekki fyrr um
árásina en loftvamarbyssumar
tóku að þruma. Ég háttaði og
sofnaði, því að ég var með slæmt
kvef, en vaknaði um nóttina
við drunur og titring af tveim
sprengingum ,alveg á næstu
grösum.
Yfirherstjómin tilkynnir op-
inberlega í dag, að engar
sprengjur hafi fallið nema utan
borgarinnar.
Ég staulaðist yfir í útvarpið,
til þess að flytja fréttaþátt á
þessu ársafmæli styrjaldarinn-
ar. Ritvörður hersins, heiðarleg-
asti maður, var í vandræðum út
af ósamhljóða tilkynningum
Þjóðverja af sprengjuárásunum.
„Mínar fyrirskipanir em þær,
að þér megið ekki rengja til-
kynningar yfirherstjómarinn-
ar“, sagði hann.
„En þýzku blöðin rengja þær“,
svaraði ég. „Ég heyrði sprengjur
falla í Tiergarten, og Berlínar-
blöðin viðurkenna það“.
58
HEIMILISRITIÐ