Heimilisritið - 01.04.1946, Blaðsíða 49
ar. Mörg „stjarnan“ hefði undir
slikum kringumstæðum látið
bugast og ekki mætt þama á
fundinum, end-a hafði Joan fulla
ástæðu til þess, þar sem tvær
blaðakonur, sem höfðu móðgast
af því, að Parson skyldi verða
á undan þeim með fréttina af
skilnaðinum, höfðu óspart látið
í ljós skoðanir sínar á skilnaðar-
málinu, vitandi það, að Joan
hafði ekkert tækifæri til að leið-
rétta rangsnúning þeirra viðun-
anlega á prenti.
En Joan kom samt, hélt sína
ræðu og tók á móti verðlaunun-
um. En lystarlaus var hún með
öllu. Seinna, þegar við vorum
komnar út og orðnar einar- eftir,
segir Joan: „Ég er dauðsvöng,
við skulum koma inn í klúbb-
inn og fá okkur að borða. því að
það er varla nokkur þar á þess-
um tíma dags“.
Aðeins nokkrar hræður voru
í salnum, en á meðal þeirra sat
Phil einn við borð.Hann heilsaði
okkur brosandi, um leið og við
komum inn, og spurði, hvort
hann mætti setjast hjá okkur.
Joan sagði, að okkur væri það
sönn ánægja.Síðan sátum við og
spjölluðum um alla heima og
geima, þar á meðal um Sókrat-
es, sem Phil hafði verið að ljúka
við að lesa. Það var steik, sem
við borðuðum, en það hefði —
hvað mig snerti — eins vel get-
að verið sandur. Að lokum borg-
iaði Phil reikninginn, og við fór-
um út í bílana okkar.
„Jæja, verið þið sælar“, sagði
Phil. „Vertu sæll“, sagði Joan.
Það var allt og sumt. Á gamlárs-
kvöld hittust þau aftur. en það
var sama sagan — aðeins til þess
að heilsast og kveðjast.
Hvar Joan ætlar iað finna
þann mann, sem hefur sterkari
persónuleika' en hún sjálf, veit
ég ekki, en ég vona af heilum
hug, að hún finni þann mann
einhverntíma. Hvað Phil snert-
ir, þá á hann skilið að komast
lengra áfram í lífinu og eignast
konu, sem lítur upp til hans. (d)
E. S.
Joan Crawford varð 42 ára 23. marz
síðast liðinn. Hún hefur leikið í Holly-
wood í 21 ár, og nú fyrst fær hún Oscar-
verðlaunin, þótt oft fyrr muni hafa legið
nærri, að hún vrði talin bezta leikkona
ársins. Það var fyrir leik hennar i ,,Mil-
dred Pierce“, sem hún fékk verðlaunin,
enda ber öllum saman um, sem séð liafa
hana í þeirri mvnd, að hún hafi sýnt
/
frábæran leik. Aunars er það athyglis-
vert. að hún hefur leikið hjá M-G-M öll
þessi ár þar til nú, að í fyrsta stóra
hlutverkinu, sem hún fær hjá Warner.
hlýtur hún þessi miklu heiðursverðlaun.
Talið er að næstar henni hafi nú kom-
ið til greina þær Ingrid Berginan. Greer
Garson. Gene Tiemey og Jénnifer Jones.
ENDIR
HEIMILISRITIÐ
47