Heimilisritið - 01.04.1946, Blaðsíða 64
GAMANBRELLUR
Það væri hægt að ætla, að eftir-
farandi veðmál væru illvinnandi. En
það eru brögð í tafli, svo að ekkert
er auðveldara en að vinna þau, ef
þú veizt í hverju brellan er fólgin.
1. Ég skal veðja um, að ég kemst
í gegn um skráargat.
2. Ég skal veðja um, að ég get
hoppað hinum megin við götuna.
3. Ég skal veðja um, að ég á
meiri peninga á mér en þú átt, al-
veg sama hvað þú átt mikið.
4. Ég skal veðja um, að ég get
staðið í minna en tommu fjarlægð
frá þér, án þess að þú megnir að
snerta mig.
5. Ég skal veðja um, að ég get
skrifað miklu lengra orð en þú get-
ur, alveg sama hvað orð þú skrifar.
6. Ég skal veðja um, að ég get
tekið upp hlut af borðinu, án þess
að koma við hann.
7. Ég skal veðja um, að ég get
dýft fingri ofan í fullan bolla af te,
án þess að bleyta fingurinn.
8. Ég skal veðja um, að ég get
staðið undir yfirborði vatns í meira
en mínútu.
«2
9. Ég skal veðja um, að ég get
getið nær réttu ártali á peningamynt
heldur en þú‘ ef ég má geta helmingi
oftar en þú.
10. Ég skal veðja um, að ég get
látið krónu og tíeyring á borðið og
látið svo krónuna undir tíeyringinn,
án þess að snerta krónupeninginn.
HVERSU RÍKUR?
Einn fimmti hluti af peningaeign
minni og 14 krónur í viðbót er jafn-
mikil fjárhæð og einn fjórði hluti
peningaeignar minnar að viðbættum
10 krónum. Hveru mikla peninga á
ég?
SPURNHl
1. Búa fleiri menn í Afríku en
í Ameríku?
2. Hvaða komtegund er hægt að
rækta nyrst á hnettinum?
3. Hvað heitir höfuðborgin í
Sviss?
4. í hvaða landi er Tipperary?
5. Hvað heitir höfuðborgin í
Kanada? ,
Svör á bls. 64.
HEIMILISRITIÐ