Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 9

Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 9
um framtíðina, ef til vill einmana- tilfinning, leiðindi og eftirsjá. Þér verðið að hafa hugfast að þótt hjónaskilnaðurinn kunni að leysa viss vandkvæði, getur hann ekki gert yður að nýrri manneskju. Því síður megið þér búast við að verða sú sama £Öa sá sami, sem þér voruð fyrir hjónabandið. Venjulegasta ástæðan til hjóna- skilnaðar er: — „Maðurinn minn elskar mig ekki iengur. Hann sagði það sjálfur“, eða „Konan mín er hætt að treysta mér“. Þetta eru venjuleg orðatiltæki, sem aðeins eru notuð, til að dylja fjölda af miklu dýpri orsökum fyrir misklíð milli hjóna. Það sem skiptir máli, er að komast að raun um, hverjar hinar raunveru'legu ástæður eru, því að venjulega má lagfæra flest slík ágreiningsatriði og komast hjá skilnaði. Hjónabandið krefst auk- innar sjálfstjórnar og hæfileika til að kunna að meta sjálfsaga bæði hjá sjálfum sér og örðum. En að komast áfram á réttan hátt í ein- lífinu krefst einnig sjálfsaga og getur oft verið erfiðara, en að hafa einhvern annan til að bera byrðar lífsins með sér. REYNIÐ HJÓNABANDIÐ TIL HLÝTAR Ef til vill hefur utanaðkomandi aðili einhver áhrif á hjónaband yð- ar. Gifta konan, sem hefur flutzt til foreldra sinna um stunda sak- ir, má gæta að sér. Hið sama gild- ir ekki siður um eiginmanninn, sem ef til vill á foreldra, er vilja hjálpa ungu hjónunum. Auðvitað meina foreldrarnir vafalaust vel, en gæta bara ekki að því, að um leið og þau bjóða fram aðstoð sína, bæði með ráðleggingum og jafnvel pen- ingalegri aðstoð, eru þau ef ti'l vill að gera meira ógagn en gagn. Sí- fel'ld afskiptasemi foreldra af ný- lega giftum hjónum er eitthvert allra öruggasta ráðið til að eyði- leggja hjónaband þeirra. Hjónin verða að læra að treysta á hvort annað svo sem framast er unnt. Þér ættuð ekki að láta neins p- freistað til að komast í skilning um, hvað þér þurfið að gera til að öðlast hjónabandshamingjuna. Hvað var það sem í upphafi var svo mikils virði í yðar augum við hjónabandið, og að hvaða leyti hafa aðstæðurnar breyzt nú? Ein af nýjustu kvikmyndunum lýsir þessu atriði af léttleika og skiln- ingi. Þár segir slujginn dómari hjónunum, sem sækja um skilnað, að bíða í tvær vikur þangað til þau geri alvöru úr skilnaðinum. A þeim tíma skyldu þau upplifa í einu og öllu alla atburði, er gerst hefðu fyrstu dagana, sem þau voru gift. Það varð ekkert af hjónaskilnað- inum í þessu tilfelli, því að hjónin fundu aftur það sem þau höfðu týnt og héldu að væri a'lgerlega horfið úr lífi þeirra. HEIMILISRITIÐ 7

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.