Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 10

Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 10
Tilfinning fyrir öryggisleysi, sera oft á rót sína að rekja til einhverr- ar reynslu frá barndómsárunum, hefur oft orsakað fjandskap milli hjóna og gagnvart hjónabandinu almennt. Barn, sem ekki nýtur ást- ríkis í æsku, þorir ekki að gefa sig ástinni algerlega á vald, þegar það er komið á fullorðins ár, af ótta við að verða sært og vonsvikið. í slíkum tilfellum, er þörf á raun- hæfri þekkingu, og er þá bezt að leita til sálfræðings, prests eða annarra með svipaðri þekkingu. Það eitt er að minnsta kosti víst, að skilnaður getur ekki bætt upp þörfina á einlægri ást. Blekkið yður ek'ki með því að imynda yður, að hjónaskilnaðurinn sé í raun og veru óbrigðult tæki- færi til að byrja nýtt líf. Þér getið ekki á einni svipstundu losað yður við hin sálrænu áhrif hjónabands- ins. Endurminningar og söknuður Iáta yður aldrei í friði, en þó munu hinar brostnu vonir, sem bundnar voru við hjónabandið, valda yður mestum sársauka. Allir hafa reynt bæði súrt og sætt. En hjónaskiln- aður er svo mikið skipbrot, að hver og einn ætti að gera sitt ýtr- asta, til að koma í veg fyrir slíkt. ^ E N D I R Þverhandarbreidd frá lífsbjörginni AÐ VORLAGI, þegar mikið leysingsvatn var í öllum ám og lækjum, ætluðu þrír menn að róa i smákænu yfir á eina. Straumur var óvenjumikill í ánni, og þegar þeir^voru komnir miðja leið yfir hvolfdi bátnum. Einn mannanna var ungur og afbragðsgóður sundmaður. Hann fylgdist með félögum sínum að öðrum árbakkanum, en sneri aftur, þegar hann sá að þeim var borgið og synti út á eftir bátnum, til þess að reyna að bjarga honum. Straumurinn hafði borið bátinn langt niður eftir ánni, og þegar sundmaðurinn kom út í miðja straumiðuna sáu félagar hans, að hann var í augljósum lífs- háska. Þeir fengu lánað reipi i nálægu húsi og hlupu niðtir með ánni, þar til þeir komu að langri brú, sem lá yfir ána nokkur hundruð metrum neðar. Þeir fóru út á brúna og létu reipið síga niður. Maðurinn, sem hafði árangurslaust reynt að. synda út úr strauminum og var að þrotum kominn, sá reipið þegar hann barst undir brúna og greip í angist sinni eftir því. En það var þverhandarbreidd of stutt. Ungi maðurinn náði ekki til þess og drukknaði. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.