Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 12
teknir til starfa við áveitusýkin.
Hjarta ungu konunnar var orð-
ið þreytt, en sló hraðar en fyrr.
Allt þetta, hin óviðjafnanlegu
tré, gresjurnar, akrarnir frjóir og í
fulium blóma, allt var þetta eign
Allans og ávöxtur af starfi hans.
Það var ekki neitt það í ná-
grenninu, sem ekki tilheyrði hon-
um. Allt frá kóralrifunum, sem
mjúkar öldur Kyrrahafsins brutu
stöðugt á, var ekkert, sem bar ekki
vitni um dugnað hans og ósveigj-
anlegt viljaþrek.
Hversu oft hafði Edith ekki stað-
ið við hinn viðhafnarmikla glugga
og fundið óljósan ótta læðast um
sig er hún virti fyrir sér umhverf-
ið. Hversu oft hafði ekki einstæð-
ingstilfinningin gripið hana, við að
virða þessa fegurð fyrir sér, sem
eiginmaður hennar drottnaði yfir
og jókst stöðugt að verðmæti fyrir
atbeina stritandi, hálfviltra manná,
með hatursfullt augnaráð.
Hún gaut augunum til Allans.
Hann sat skammt frá henni og
draup höfði. Hún sá aðeins hið
snöggklippta gráa hár hans og rak-
aðan sólbrenndan hálsinn. En
henni nægði það sem hún sá. til
að geta gert sér í hugarlund and-
litsfall hans, því að líkami hans
samsvaraði sér í einu og öllu. Hún
sá fyrir sér lágt ennið, hvasst arn-
arnefið og munninn herðneskju-
legan yfir framstandandi hökunni.
Hvernig hafði hún nokkru sinni
getað elskað slí'kt ugluandlit.
Ilvernig hafði henni nokkurntíma
dottið í hug að yfirgefa England og
flytjast með þessu illfygli til þess-
arar eyjar, se.m var raunverulega
hið eina sem hann kærði sig um.
Hún gat ekki hugsað meira.
Hræðilegur sársauki fór eins og
eldur um allan líkama hennar.
Þung stuna leið frá blásvörtum
vörum hennar.
Allan rétti úr sér er hann heyrði
andvarp hennar. Augu þeirra
mættust. Augu ungu konunnar
voru björt og mild, þrátt fyrir
kvalir hennar, en augu mannsins
voru græn, hörkuleg og skutu
gneistum.
„Hvað get ég gert fyrir þig
góða?“ spurði hann lágri rödd.
„Kemur læknirinn bráðum?“
, Það er langur vegur til borg-
arinnar og það var orðið bjart,
þegar Cheng fór að sækja hann“.
Unga konan gat ekki betur séð,
en að geðshræring speglaðist í aug-
um eiginmanns hennar.
Óttinn, sem hún fann svo oft til
er hann horfði á hana með sínu
stingandi augnaráði, dró nú jafnvel
enn meiri mátt frá henni en hita-
sóttin sjálf.
Það var eins og hann grunaði til-
finningar hennar, því hann strauk
löngum, grófum fingrunum, sef-
andi yfir enni hennar. Fyrst er
liann snerti hana, varð hún enn
hræddari, en sefaðist svo. Ótti
10
HEIMILISRITIÐ