Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 33

Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 33
Hann hefur sagt það af því hann vissi, að þú myndir ekki hafa á- huga á vinnunni. Lofaður sé guð, sagði Jorgi frændi minn, uppskerutíminn er á enda. Allar stóru, fallegu melónurn- ar eru komnar undir þak. Hvað eigum við að gera? sagði ég. Uppskerutíminn er rétt að byrja. Hann er á enda, sagði hann. Við skulum búa hér í húsinu í einn mánuð og fara svo heim. Við höf- um borgað sex dollara í leigu og við eigum nóga peninga fyrir hrís- grjónum. Við látum okkur dreyma hérna í einn mánuð og förum svo heim. Peningalausir? sagði ég. En við góða heilsu, sagði hann. Lofaður sé guð, sem lét þær þrosk- ast svona snemma í ár. Jorgi frændi minn dansaði inn í húsið til zítarsins, og áður en mér gafst tóm til að ráða við mig, hvað taka skyldi til bragðs, var hann farinn að spila og syngja. Það var svo fallegt, að ég sat kyrr án þess að reka hann út úr húsinu. Ég sat kyrr þar sem ég var, og hlustaði. Við bjuggum í húsinu í einn mánuð og fórum svo heim. Amma mín varð fyrst til að koma auga á okkur. Það mátti ekki seinna vera að þið kæmuð, sagði hún. Hann hef- ur ætt um eins og tígrisdýr. Hvar eru peningarnir? Við höfum enga pengina, sagði ég- Gerði hann nokkuð? sagði amma mín. Nei, sagði ég. Hann spilaði og söng allan mánuðinn. Hvernig gekk þér að sjóða grjónin? sagði hún. Sttindum sölt. Stundum út- þynnt. Stundum ágæt. En hann hefur ekkert gert. Faðir hans má ekki frétta það, sagði hún. Ég á peninga. Hún lyfti pilsfaldinum og tók nokkra skildinga úr vasa, sem var á 'buxunum hennar, og fékk mér. Þegar hann kemur heim, sagði hún, skaltu fá honum þessa pen- inga. Iiún virti mig fyrir sér um stund og bætti svo við: Aram Garog- hlanian. Ég skal gera sem þú segir, mælti ég Þegar afi minn kom heim tók hann að fjargviðrast: Strax kominn heim? sagði hann. Er uppskerunni þegar lokið? Hvar 'eru peningarnir sem hann þénaði? Ég fékk honum peningana. Ég vil ekki hlusta á hann syngja allan daginn, sagði afi minn reiði- lega. Öllum má ofbjóða. Ef mað- ur les í bók um föður, sem elskar fáráðling meira en þá syni sína, Niðurl. neðst á næstu síðu. HEIMILISRITIÐ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.