Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 42

Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 42
fr*inMýss*t* VOÐI á ferðum effir ffignon 0. fóerMf FORSÖGUÁGRIP: IVAN GODDEN hefur fundist myrtur í íbúð sinni, skömmu eftir að hann er kominn heim af sjúkrahúsi, en þar liafði BLAKIE, læknir og vinur fjölskyldunnar, hrifið liann úr greipum dauðans. Kona Ivans, MARCIA, hefur verið mjög óham- ingjusöm þau þrjú ár, sem hún hefur verið gift Ivan, því að hann og BEAT- RICE syslir hans hafa kúgað hana og kvalið andlega. Nágrannar þeirra og vinir, VERITY og ROB sonur hennar, hafa boðið þeim í veizlu kvöldið sem morðið er framið. Rob og Marica liafa tjáð hvoru öðru ást sina fyrr um daginn, en hún hefur ekki einurð í sér til að fara frá Ivan, þótt Rob hafi lagt hart að henni að gera það. Lögreglan er ^omin á morðstaðinn og farin að hefja rannsókn sína. Rob hikaði, því að þótt hann væri viss um réttmæti andmæla sinna, var hann ekki vis um, hver orsök væri fyrir þeim. Da-. vies hélt áfram hastur: „Ég hygg, að við höfum yðar sögu, Robert Copley. Þér fóruð fram hjá húsinu á að gizka tíu mín- útur fyrir sjö — rétt á eftir að Marcia Godden fór frá manni sínúm einum í herbe'rgi. Þér töluðuð fáein orð við hana, genguð úti um stund og og komuð heim nálægt því tíu mínútur yfir sjö. Hafið þér nokkru við að bæta?“ „Nei“. „Þér hafið náttúrlega ekki mætt neinum, sem þér þekktuð á göngu yðar, var það?“ Rob hikaði, beit á vör og sagði svo snöggt: „Nei“. Gally sat letilega á stól með fljótandi augu og dró andann ótt og títt, eins og hann var vanur, þegar mikið var um að vera. Lögreglumaðurinn leit á hann og dró fram skrifaða pappírsörk og sagði: „Já, rétt, Galway Trench. Fór að heiman klukkan hálfsjö. Bíllinn bilaði hjá Harlem við 59. götu. Kom hingað klukkan átta. Þá höfum við yðar sögu* líka. Viljið þér bæta einhverju við þessa sögu?“ 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.