Heimilisritið - 01.07.1946, Qupperneq 49

Heimilisritið - 01.07.1946, Qupperneq 49
um að ganga við hjá sér um leið og ég færi“. „En þér segið, að það hafi verið dimmt hérna inni. Hvernig vissuð þér, að hann myndi vera hér?“ „Ég vissi það ekki. Ég taldi víst að hann hefði farið héðan“. „En var hann ekki fótlama? Myndi hann ekki hafa verið varn- arlaus gegn morðingja, sem hefði jafnvel verið miklu kraftaminni en hann?“ „Nei. Hann gat gengið, að því er læknirinn sagði“. „Nú, jæja. Þér komuð inn í dimmt herbergið. Hvað gerðuð þér svo?“ „Ég er margbúin að segja ykkur það“. „Segið okkur það aftur“. „Jæja, ég — ég heyrði eitthvert þrusk og hélt fyrst að það væri hundurinn —“ „Hvaða hundur?“ „Hundurinn minn. Bunty. Lítill, skozkur rottuhundur“. „Hvar er hann?“ Þrír lögregluþjónar stóðu þarna og störðu fram fyrir sig. Andlit þeirra voru eins og grímur í hinu bjarta ljósi, aðeins augun báru vott um lí'f. Davies yfirlögreglu- þjónn skók til höfðinu. Jakob Wait hallaði sér aftur á bak í djúpum stól með hendur í vösum og starði á Marciu fram úr þessari umgjörð af andlitum. „Hvar er hann?“ „Hann er hjá Copley. Ég gaf Verity Copley hann“. „Því hélduð þér að hann væri inn í bókastofunni, fyrst þér viss- uð að hann átti að vera í öðru húsi?“ „Mér datt það bara í hug, þeg- ar ég heyrði þruskið á gólfinu. Það minnti mig á hund, áður en ég mundi, að það gat ekki verið Bunty“. „Þér gáfuð vinum yðar i Cop- leyshúsinu hundinn.Hvers vegna?“ Hvers vegna .. ? „Af því að Verity langaði til að eiga hann“. „Hvenær gáfuð þér hann?“ Enn einu sinni var komið að átjánda marz. „Fyrir fáeinum vikum?“ „Hvaða mánaðardag?“ spurði rannsóknarfulltrúinn, og henni fannst hinn þröngi hringur af and- litum verða eins og kastljós er beindust í augu hennar og blind- uðu hana. „Það — það var líka daginn, sem n^aðurinn minn lenti í bilslys- inu“. „Atjánda marz?“ „Ég held það“. Áfram var haldið að spyrja hana í þaula, aftur og aftur um sömu atvikin. Hvar hún hefði stað- ið þegar hún kveikti á lampanum. „Hvaða lampa?“ „Þessum þarna“. — „Hvað gerðuð þér svo?“ — Hvernig hún hefði fyrst séð Ivan þarna á gólfinu með hnífinn í HEIMILISRITIÐ 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.