Heimilisritið - 01.07.1946, Side 54

Heimilisritið - 01.07.1946, Side 54
mína þá, að í Compiégne virtist enginn asi vera á þýzku herstjórn- inni að ganga af Bretum dauðum. Þegar ég raða nú saman eftir á ýmsum tilsvörum og brotum úr samræðum, þykist ég skilja, að Hitler hafi mælt svo um, að þótt innrás í Bretland skyldi undirbúin sem bezt og skjótast, myndi aldrei verða þörf á henni. Churchill myndi ganga að þeim friðarkost- um, sem Austurríkismaðurinn litli var að smíða handa honum í hug- anum. Það átti að verða nazista- friður, það átti að stengja Stóra- Bretland frá meginlandi Evrópu um langan aldur, það gat verið að- eins vopnahlé, andhvíld, sem Þýzkaland gæti notað til að bræða sanvm og byggja upp slíkt ofur- veldi á meginlandi Evrópu, að Bretar yrðu að beygja sig fyrir hin- um sigrandi nazistum orustulaust. En þetta átti að verða sýndarfrið- ur fyrir Churchill. Og hann myndi þiggja hann. Ég held, að Hitler hafi í raun og veru trúað því. Og fyrir þessa trú hans var linar tekið á og hægar farið í að undirbúa sem nauðsynlegt var óflýjandi innrás- arher, smíða ferjur og skip og flat- bytnur og ótal annarra hluta og safna þessu Saman. (Síðar, 1941). Eins mátti nota þetta hlé til að gera upp reikning- ana við Rússa. Ymsir athugulir menn í Berlín voru sannfærðir um það í lak júnímánaðar, að Hitier 52 væri einlæglega ákafur í að semja frið við Breta — og ráða auðvitað sjálfur kostunum — til þess að hann gæti ráðist að Rússum, eins og hann hafði fyrir löngu ætlað sér. Og þeir töldu að Hitler væri sann- færður um, að Bretar myndu skilja þetta. Hafði það ekki verið stjórn- arstefna Chamberlains að eggja Þjóðverja á að snúa vopnunt sín- um gegn Rússum? Sú staðreynd styður þessa tilgátu, að síðustu dagana í júlí og fyrstu þrjár vik- urnar af júlímánuði, var hver þýzk herdeild eftir aðra kölluð heim frá Frakklandi og flutt í skyndi til rússnesku vígstöðvanna, eins og Þjóðverjar voru vanir að komast að orði. En þetta er þó alls ekki víst. Hitler hugði, að Rússar væru lítils megandi. Rússar máttu bíða. En það var nauðsynlegt, að ryðja brezka heimsveldinu úr vegi. Þó virtist hugur hans haldinn hinum kynlegustu andstæðum. Honum var vel ljóst, að forusta Þjóðverja á meginlandinu, að ekki sé talað um fótfestu í Afríku, gat aldrei verið trygg né örugg á meðan Bretar höfðu yfirráð á höfunum og vax- andi flugflota. En Hitler hlýtur að hafa vitað, að Bretar myndu aldrei taka friðarkostum, sem sviptu þá yfirráðum á höfunum eða takmörk- uðu hinn vaxandi flugvélastyrk þeirra, þó að þeir væru sárt leiknir og af sér gengnir eftir áföllin í Frakklandi og Niðurlöndúm. HEIMILISRIT-IÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.