Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 56

Heimilisritið - 01.07.1946, Síða 56
byrðingum á síkjum, ám og höfn- uni á ströndum Frakklands, Hol- lands og Belgíu, en hafskipum í Bremen, Hamborg, Kiel og ýmsum höfnum í Danmörku og Noregi. A þjóðbrautunum nýju í Vestur- Þýzkalandi var algengt að sjá stóra vélbáta dregna á hjólsleðum alla leið sunnan af Dóná til vestur- strandarinnar. Bátasmiðjur og vél- smiðjur um gervallt ríkið voru sett- ar til að smíða vélknúna pramma, sem gátu flutt skriðdreka, þungar fallbyssur eða hersveit í kyrrum sjó, en ekki úfnum, yfir sundið. Ég sá nokkra þeirra utan við Calais. Eins og óg hcf getið á öðrum stað í þessari dagbók, liélt Hitler langa ráðstefnu í Kanzlarahöllinni með hernaðarráðunautum sínum að- faranótt 5. ágúst. Viðstaddir voru Göring, von Raeder aðmíráll, Brauchitsch, Keitel og Jodl hers- höfðingi, 'hinn eini, sem eftir er úr einkaherráði Hitlers. Síðan sóknin hófst í vesturvígstöðvunum, gætir áhrifa hans í hernuin geysimikið. Líklegt er, að þá liafi verið tekin ákvörðun að reyna innrás svo skjótt, sem unnt væri, og farið yf- ir lokaáætlunina með yfirmönnum flota, flugliðs og landhers.- Hvernig var þessi áætlun? Ef til vill vitnast það aldrei. En af því litla, sem út hefur síast, hygg ég að megi álykta um hernaðarlist þá, sem leika skyldi. Hún var gætileg og gamalreynd. Ofsafengna flug- sókn átti að hefja gegn brezka loft- flotanum 13. ágúst eða um það leyti, og skyldi honum vera ger- eytt 1. september. Þá átti þýzki flugherinn að vera einvaldur í lofti yt’ir Ermarsundi og geta varið það fyrir brezka flotanum, og eins yfir Englandi og sundrað öllum stór- skotatækjum, sem voru þar til varnar. Þegar svo var komið, skyldi innrásin hefjast. Meginher- inn átti að fara yfir sundið í byrð- ingum, prömmum og smábátum. Onnur skip, varin flugvélum, áttu að leggja út frá Bremen, Ham'borg og höfnum í Noregi og setja lið á land í Skotlandi. En þetta átti að vcra aukaþáttur sóknarinnar og fara e'ftir því, hvað brezki flotinn hefðist að. Annar minni skipafloti átti að leggja út frá Brest og taka írland. Auk þessa átti að sjálfsögðu að varpa niður fjölda fallhlífaher- manna til þess að draga kjark úr Breturn og Irum að baki hersins. Lamdherinn átti ekki að fara á stúfana fyrr en brezka flugflotan- um væri gereytt. 011 framkvæmd innrásarfyrirætlunarinnar var kom- in undir því, að þetta tækist að fullu. Göring hét að gex-a þetta í snatri. En honum skjátlaðist alvar- lega 'um skapgerð Breta og þá jafn- fi'amt hernaðaraðferð þeirra, og hefur Þjóðvei'ja hent það fyrr. Ég held, að það sé nú ljóst, að Göring hafi sett allt sitt traust á einfalt reikningsdæmi. Hann hafði 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.