Heimilisritið - 01.07.1946, Page 59
þyldi til langframa, þrátt fyrii- yf-
irburði þeirra að flugvélafjölda, því
að Bretar misstu eleki meira en
sem nam um það bil fjórða hluta
af flugvélatjóni Þjóðverja, en að
vísu voru það nær því eingöngu
orustuflugvélar.
Enn var eins að gæta. Vegna
þess, að loft£>rusturnar voru háðar
yfir Bretlandi, og annar hvor flug-
maður, sem skotinn var niður,
slapp lifandi til jarðar í fallhlíf,
misstu Bretar hálfu færri flugmenn
en flugvélar. En þýzkir flugmenn,
sem björguðust lifandi úr niður-
skotnum flugvélum, urðu herfang-
ar til ófriðarloka, og á hverri
sprengjuflugvél, voru fjórir þaul-
æfðir menn.
Þannig leið fyrri hluti septemb-
ermánaðar. Þjóðverjum tókst
ekki að eyða þýzka loftflotanum
og tokst því ekki að hrifsa til sín
fultkomm yfirráð í lofti yfir Eng-
landi. Hinn voldugi landher naz-
ista lá og beið með óþreyju ofan
við klettaströndina við Calais og
Boulogne og við síkin og strend-
urnar, þar sem farkostinum var
safnað og fleyturnar hlaðnar. Yfir-
herstjórnin þýzka þagði gersam-
lega um þennan þátt ófriðarins.
Það er alveg ókunnugt, hve mikið
tjón varð á mönnum og hergögn-
um í þessum þrálátu loftárásum
Breta.
Eftir því, sem unnt er að grafa
hér upp, munu Þjóðverjar hafa
lagt í allmikla innrásaræfingu.
Sigldu þeir út skipum sínum og
prömmum en veðrið varð þeim
andstætt, brezk smáherskip og
flugvélar réðust á þá, kveiktu í
fjölda farkosta þeirra og ollu all-
miklu manntjóni.
Hinn óvenjulegi fjöldi sjúkra-
lesta, sem voru alskipaðar her-
mönnum með brunasár, staðfest-
ir þessa tilgátu nægjanlega, þó að
við höfum ekki aðrar beinar sann-
anir.
Berlín, 5. nóvember 1940.
Bf allt gengur að óskum, fer ég
héðan eftir réttan mánuð frá þess-
um degi og flýg alla leiðina til New
York, fyrst með flugvél frá Luft-
hausa héðan til Lissabon og með
Clipperflugvél þaðan til New York.
Það er eins og þungu fargi sé létt
af mér við vonina eina um að kom-
ast héðan. Ég er í sjöunda himni.
Nú verð ég heima um jólin í fyrsta
sinni í sextán ár, áður hef ég að-
eins skotizt heim að sumrinu eða
haustinu. Fór á hljómleika í kvöld.
í>að var strengjasveit og þrjú píanó
og leikrn voru tónverk eftir Bach.
Fúrtwángler stjórnaði og Wilhelm
Kemp og einhverjir aðrir frægir
píanóleikarar léku. Það var hríf-
andi. En hvílíkt helgibrot! Ég þreif
harmóníkuna mína, þegar ég kom
heim, og spilaði, en þá kallaði ein-
hver höstuglega, sem bjó í næsta
herbergi og bölsótaðist yfir ónæð-
HEIMILISRITIÐ
57