Heimilisritið - 01.08.1948, Síða 23

Heimilisritið - 01.08.1948, Síða 23
greiningu kom sannleikurinn í ljós — og hann kom Maríu meir á óvart en okkur. Móðir hennar hafði verið fal- leg, vinsæl stúlka, „stjarnan“ í litlu þorpi. Fyrstu minningar Maríu voru frá því, er hún heyrði móður sína segja sögur um sjálfa sig og hylli sína — um dansleiki og veizlur, þar sem allt snerist um hana. Þegar móðirin ætlaðist til þess að dóttir hennar yrði álíka „stjarna“ og hún sjálf, varð María skelfd. Því þótt kunningj- ar hennar hefðu mætur á henni, var hún alvörugefin og iðin að eðlisfari, en ekkert efni í sam- kvæmisstjömu. ÞAR EÐ María vissi, að hún gæti ekki látið drauma móður sinnar rætast, fannst henni sjálfri hún algerlega ófær um að taka þátt í samkvæmislífi. Og þannig festi vanmáttarkenndin rætur í undirvitund hennar. Þegar læknirinn hafði bent henni á ástæðuna fyrir því, að henni féll illa að umgangast fólk, hvarf henni feimnin og hinn eðli- legi persónuleiki hennar félck notið sín. Dag nokkurn, fáeinum dögum eftir að hún giftist, hitti ég Maríu. Það var ný glóð af sjálfs- öryggi í svip hennar. „Eg er hamingjusamari, en mig hefði nokkru sinni getað dreymt að ég yrði“, sagði hún. „Vesalings mamma! Nú er ég farin að skilja hvers hún hefur farið á mis“. „Hvað eigið þér við?“ spurði ég. „Hún giftist svo ung, áður en hún var fullþroskuð. Ég held hún hafi litið á hjónabandið sem einskonar fangelsi, er svipti hana þeim lífsgæðum, sem hún hafði notið áður. Þess vegna talaði hiin stöðugt um unaðssemdir hins liðtia, og revndi að endurheimta það með því að tala um það“. „Það kæmi mér ekki á óvart“, sagði ég. „Hún er ágæt, og ég elska hana meira en nokkru sinni fyrr“, sagði María. En hún bætti við: „Segið mér, finnst yður rangt af mér að sjá veilurnar í fari henn- ar?“ Alls ekki! Næstum allir, sem yfirvinna vanmáttarkenndina, finna til sektar, þegar þeir upp- götva brauðfæturna, sem guðir þeirra standa á. Þeir eru ekki lengur blindaðir af sjálfsniðrun og skammast sín fyrir „ótrú- mennsku“ sína. En það að geta séð galla ann- arra, skilja þá og fyrirgefa, er öllu heilbrigðari grundvöllur fyr- ir vináttu en sjálfsniðrandi til- beiðsla. Og það er miklu ánægjulegra HEIMILISRITIÐ • 21

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.