Heimilisritið - 01.08.1948, Síða 25

Heimilisritið - 01.08.1948, Síða 25
Býður nokkur betur? Rússnesk skopsaga eftir ARKADIJ AVERTJENKO Haraldiir Bjarnason þýddi EINN FAGRAN sumarmorg- un settist ég upp í vagn, sem átti að flytja mig til Eupatoría á Krím. I vagninum voru, auk mín, mjög fögur, kát, Ijóshærð stúlka, sem ég varð í kyrrþey ástfang- inn af eftir tuttugu mínútna þögula, en liarða innri baráttu, — og ennfremur ungur, djarf- mannlegur maður, fjarska dugn- aðarlegnr. Mín vasldega barátta við sjálfan mig hafði reyndar staðið í tuttugu mínútur, en þessi ungi maður sýndi með framkomu sinni, strax fyrstu tvær til þrjár mínúturnar, að héðan í frá ætti liann aðeins eitt takmark, eitt, sem hann lceppti að í lífinu — hina ljóshærðu stúlku. Og hér með hófst keppni oklc- ar í milli, sem lauk á glæsilegan hátt í flugmannaeinvígi. Segjæ verður, að kvenfólldð — það viðsjála kyn — reyni al- mennt og því sem næst alla æv- ina að haga smáviðskiptum sín- um samkvæmt uppboðsreglun- unum. Segjum svo, að til sé beyglað- ur málmbakki undir nafnspjöld. Ekki nolckur sála liefur þörf fyr- ir hann, og enginn í víðri veröld myndi vera svo vitlaus að ganga inn í verzlun og kaupa hann. En hann er hafður til sýnis á uppboðsstað; þar veitir honum heldur enginn athygli, fyrr en uppboðslialdarinn kallar töfra- orðin: „Býður nokkur betur?“ „Hundrað rúblur! Býður nokkur betur?!“ öskrar upp- boðshaldarinn. „Hundrað og fimmtíu“, segir sá, sem stendur við hliðina á þér. Þú kemst skyndilega allur á loft („Ef- hann vill ná í hann, hvers vegna skyldi ég þá ekki HEIMILISRITIÐ 23

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.