Heimilisritið - 01.08.1948, Side 26

Heimilisritið - 01.08.1948, Side 26
kaupa hann?“) — og býður hik- laust hærra en hann. „Hundrað og sjötíu!“ Granni þinn æsist eins og þeg- ar olíu er skvett á eld. „Hundrað níutíu og fimm!!“ „Enn beturM' Og leikurinn heldur áfram. Og leiknum lýkur á því, að þú lætur allt, sem þú átt, fyrir hlut, sem þú virtir ekki viðlits fyrir tíu mínútum ... Þú burð- ast með hann heim, og í kollin- um á þér tekur sú hugsun að bæra á sér, sem mótast smám saman unz hún birtist í þessarri setningu: „Hvað á ég að gera við hann? Skárra er það bölvað skranið“. Svona er um kvenfólkið. Það lifir samkvæmt reglum uppboðs- staðarins. Sé karlmaðurinn einn, lítur hann ef til vill ekki við því, en séu þeir tveir, kveður um- svifalaust við: „Býður nokkur betur?!“ Vitaskuld er lagður í þessa setningu hinn allraháleitasti skilningur, í henni felst engin kaupsýsluundirhyggja. Þannig fór og um okkur. Er við tylltum okkur í vagninn lýsti Golubzof (svo hét hinn ungi maður) því yfir, að það fengi honum mikillar ánægju að mega njóta návistar hennar o. s. frv. Ég reyndi að taka honum fram með yfirlýsingu þess efnis, að samfylgd hennar myndi stytta mér leiðina fjórum sinn- um. Golubzof, sá þjarkur, skellti strax allháu trompi á borðið og kunngerði, að ef hún ætti ekki neina kunningja í Eupatoríu, myndi það fá honum mikillar ánægju ef hans lítilfjörlega per- sóna o. s. frv. Ég drap samstundis með trompásnum. („Ef þér eigið ekk- ert atthvarf, skal ég útvega yð- ur herbergi“). Golubzof garmurinn varð al- veg að gjalti, en bara sem snöggvast. „Ég skal segja yður, María Nikolaévna . . . (Já, einmitt? María Nikolaévna? Sjáum til! Fallegt nafn!) ... Ég skal segja yður, að mér geðjast ekki að rússnesku hressingarhælunum, þau eru svo snauð að þægindum. Það er ekki eins og erlendis .. .“ „Hafið þér verið erlendis?“ (María Nikolaévna komst öll á loft. Stórkostlegt!). „Já ... Ég hef ferðast um alla Evrópu . .. Ég hef ferðast um hana þvera og endilanga að heita má“. María Nikolaévna leit á mig, og þótt hún þegði var sem hún beinlínis æpti: „Býður nokkur betur? Býður nokkur betur?!“ 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.