Heimilisritið - 01.08.1948, Page 33

Heimilisritið - 01.08.1948, Page 33
ekki hvað. Og það er alveg sama þótt þú segist ekki hafa spilað' nema einu sinni og að þú getir ekki hitt kúlu þó að þú stæðir á höfði — það kemur allt með æfingunni. Og svo verðurðu aldr- ei heima. Þú verður öðruvísi í útliti en aðrir menn, Gúndi. Já, það verðurðu einmitt. Það' verð- ur eitthvað hryllilegt við þig. Ef ég gæti ekki þekkt billiardspil- ara á útliti hans, þá hefði ég eklci augu í höfðinu. Það eitt er víst. Þeir eru allir gulir í framan eins og bókfell, og svo eru þeir með efrivararhýjung — nú ferðu náttúrlega að láta vaxa á þér yf- irskegg, þó að það muni víst ganga erfiðlega fyrir þér. Já, þeir eru allir gulgráir í framan og óupphtsdjarfir. Þeir líta út eins og þeir væru systkinasynir verstu vasaþjófa. Og sama sagan verðúr með þig, Gúndi. Eftir hálft ár þekkja börnin ekki föðúr sinn. Ég held næstum að ég gæti sætt mig við allt, annað en billi- ard. Og hvaða félaga færðu? Stráka, sem alltaf þurfa að slá þig um fimmtíu eða hundrað kall! Eg get sagt þér það, Gúndi, að á billiardstofu eiga jafnvel þeir heimskustu auðvelt með að svíkja og tæla — svo að þú get- ur ekki umflúið hverskonar eyði- leggingu. Það er kapella, sem djöfullinn getur notað til að prédika í, og hann gerir það líka með ánægju og árangri. — Ertu að biðja viig að vera ekki mælska! Ég skil þig ekki, Gúndi. Og ég læt þig vita það, að ég verð eins mælsk og mér þurfa þvkir. En ég má aldrei opna munninn — og það veit guð að er ekki oft — án þess að þú hæðist að mér. Nei, ég vil ekki þegja yfir því. Ég vil það ekki, Gúndi. Um allt annað vil ég þegja, þegar það er þér til geðs — það veiztu vel. En um þetta vil ég tala. Ég veit þú getur ekki spilað billiard, og að' þú munir aldrei geta lært það — alveg áreiðanlega. En það gerir bara illt verra, því að hugsaðu þér alla þá peninga, sem þú munt tapa; hugsaðu þér þá glöt- un, sém þú steypir þér í. Þeir eru margir, rónarnir, sem fara dag- lega á billiardstofurnar, til þess að fá fyrir mat og drykk, eins og refir, sem læðast heim að sveita- heimili í leit að feitri gæs — og þeir munu veiða þig í net sitt, Gúndi, það er ég alveg viss um. Billiardkúlur! Það eru kúlur, Gúndi, sem eru verri en byssu- kúlur. Þær hafa farið í gegnum hjarta margrar konunnar, að maður nú ekki tali um börnin. Og það eru kúlur, sem þú ætlar nótt og dag að eyðileggja fjöl- skyldu þína með. Láttu ósagt, að þú ætlir ekki að spila! Þegar einhver er einu sinni orðinn sólg- inn í það, þá — eins og hún Sigga HEIMILISRITIÐ 31

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.