Heimilisritið - 01.08.1948, Page 42

Heimilisritið - 01.08.1948, Page 42
innar. Þegar við lögðum af stað á eftir ófreskjunum, tók ég eftir því, að tvær eða þrjár þeirra laumuðust upp á þessar klappir og lágu hreyfingarlausar, næst- um huldar af flóðsefinu, sem slútti fram yfir klappirnar. Eg reis upp í bátinum, miðaði rifflinum eins vel og ég gat og hleypti af á einn þeirra. Sam- stundis ruku margir krókódílar fram úr sefbreiðunum og hentu sér út í lónið með’ skvampi og gauragangi, en aftur á móti bærðist það dýr ekki vitund, sem ég hafði skotið á. Við rerum því þangað, skriðum með erfiðis- munum upp hinar bröttu kalk- steinsklappir og nálguðumst smátt og smátt hina hreyfingar- lausu ófreskju. Við vorum rétt fyrir framan hana, þegar við sá- um, að hún var að koma aftur til sjálfrar sín. Ósjálfrátt vik- um við í ofboði langt til hliðar, en ófreskjan tók æðisgengið stökk út í lónið með miklum hamagangi. Ivúlan hafði augsýni- lega aðeins rotað krókódílinn um stund, en ekki drepið, og það munaði mjóu, að' við yrðum hon- um að bráð. Hefði krókódíllinn ráðizt á okkur, myndum við ekki liafa haft tíma til þess að skjóta hann. Við skulfum dálítið eftir þenn- an viðburð, því að krókódíllinn er einhver óhugnanlegasta skepna jarðarinnar. Og að sjá þessa ófreskju, sem virtist stein- dauð, stökkva allt í einu upp með hryllilegt ginið uppglennt, fyllti okkur skelfingu og ótta, jafnvel þótt við hefðum hinar sterkustu taugar. Við völdum okkur náttstað á mýrlendu nesi skammt þaðan. Ekki fengum við þó mikinn svefnfrið, því að moskitóflugurn- ar kvöldu okkur þráfaldlega. í dögun risum við á fætur, þreytt og illá útsofin. Eftir kjarngóðan morgunverð með kaffi í ábæti, lögð'um við svo af stað niður að bátinum. Við ákváðum að fara þangað, sem við höfðum séð krókódílana fimmtán daginn áð- ur. Skömmu áður en við komum á ákvörðunarstað okkar, komum við auga á einn risavaxinn krókó- díl, sem lá á flatri sandeyri út við’ fljótið. Hann tók ekki eftir okkur, fyrr en ég ætlaði að fara að þrýsta á gikkinn. Þá fór hann að hreyfa sig úr stað. Eg skaut á hann, en sá ekki hvort kúlan hitti. Af ólgu þeirri, sem kom á yfirborð’ lónsins, sá ég, að ég myndi hafa hæft ófreskjuna. Við héldum á staðinn, þar sem krókódíllinn hafði sokkið. Skyndilega var eins og báturinn ætlaði að velta um koll. Við ung- frú Brown vorum nærri hrokkin útbyrðis. Krókódílnum skaut 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.