Heimilisritið - 01.08.1948, Side 48

Heimilisritið - 01.08.1948, Side 48
hóf hún máls og sneri sér að hon- um með ákafa í svip, „munið þér, að þegar ég kom heim eftir hjúkrunarstörfin á vígstöðvun- um, bað ég yður að útvega mér upplýsingar um James nokkurn Morrison höfuðsmann í fluglið'- inu? Eg hjúkraði honum í frönsku sjúkrahúsi í stríðinu“. Það vottaði fyrir brosi á kæruleysislegu andliti Sir Ric- hards. „Já, þegar þér minnist á það, hlarion, held ég reyndar, að ég muni eitthvað eftir því“. „Munið þér líka, að þér sögð- uð mér, að hann væri dáinn?“ „Það er vel mögulegt. Ég hef ekki fest mér þetta mjög í minni“. „Hann er ekki dáinn, Sir Ric- hard. Hann var í leikhúsinu í kvöld“. „Svo-já!“ Sir Richard færði sig til í sætinu. „Ef þetta er ekki misskilningur, hlýt ég að hafa fengið rangar upplýsingar“. „Eruð þér alveg viss um það?“ Marion horfði grábláum aug- um sínum rannsakandi beint framan í hann. Hann yppti öxl- um. „En lcæra Marion, ég skil spurningu yðar alls ekki“. „Þér vitið vel, Sir Richard, að ég elskaði James Morrison, og að ekkert nema dauðinn gæti komið mér til að bregðast honum. Og að' þér voruð eini maðurinn, sem þá gat haft áhuga á því, að ég áliti hann dáinn“. „Ég játa fúslega, að ég elskaði j^ður þá eins og nú, Marion. En hvað eigið þér eiginlega við með þessu?“ „Ég vil að þér viðurkennið, að þér hafið logið að' mér þá, og að þér vissuð mætavel, að James Morrison var á lífi“. „Ég skal gera hvað sem er fyr- ir yður, Marion, það vitið þér; en viðurkenna það, sem ekki er staðreynd, það get ég ekki. Hvað? Þér megið trúa því, að hafi þær upplýsingar, sem ég lét yður í té, ekki verið réttar, þá var það einungis af því, að annað var ekki vitað, en ekki af því, að ég hafi viljað blekkja yður“. Hann leitaðist við að taka um hönd hennar, en hún dró hana gremjulega að' sér. I sama bili stanzaði bíllinn fyrir framan Ritz, og Sir Richard hjálpaði henni að stíga út. Skömmu síðar sátu þau í vina- hóp, sem gerði sér allt far um að laða fram bros á varir hinnar fögru og frægu leikdísar. En jafn- vel þótt bros léki um varir henn- ar, hvíldi farg á hjartanu, og all- ur hugur hennar dvaldi hjá manninum, sem átti ást hennar. I afsíðis horni í Ritz sat á sömu stundu sá maður, sem hugsanir Marion Lesters sner- 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.