Heimilisritið - 01.08.1948, Síða 49

Heimilisritið - 01.08.1948, Síða 49
ust um, James Morrison, höfuðs- maður í flugliðinu. Hann var þarna með vini snum, Allan Hobsen lækni og drakk viský. Þeir höfðu verið í Laneleikhús- inu, og sátu nú og ræddu um leildnn. „Hún leikur dásamlega, þessi Marion Lester“, sagði James hugsandi. ,.Hver er hún eigin- lega, þessi Marion Lester“, sagði James hugsandi. „Hver er hún eiginlega? Ég hef verið svo lengi burtu frá Englandi, að ég er ó- kunnur öllum leikurunum“. „Afar mikilhæf listakona, sem hefur lagt hálfa London að fót- um sér“. „Yfirborðskennd, spillt og nautnasjúk lcona að líkindum“, bætti Morrison við, „eins og flest slíkt fólk. Furðulegt að henni skuli takast að sýna hið mannlega og tilfinningaríka svo dásamlega á leiksviðinu”. „I því er einmitt. list hennar fólgin“, sagði Hobsen. „Annars telur orðrómurinn nú sem stendur, að Sir Richard Scot, hinn kunni stjórnmál'amað- ur, sé trúfastur aðdáandi henn- ar og auðmjúkur þjónn. Því er bætt. við, að reyndar sé öll hans viðleitni til einskis, þar eð hin fræga leikdís hafi fvrir nokkrum árum verið ástfangin af manni, sem liún getur ekki gleymt. Jæja, allt er þetta aðeins orð- rómur. Sjálfur þekki ég ekkert til hennar eða ævi hennar fremur en þú“. Vinirnir tóku nú að ræða um önnur efni, og skömmu síðar stóð Hobsen upp og kvaddi. Morrison höfuðsmaður sat um stund yfir glasi sínu. Hann var piparsveinn og kom ætíð nógu snemma heim í einmana- lega íbúð sína. Þegar hann loks ákvað að fara, kom einn af fé- lögum hasn, Ward höfuðsmað- ur, til hans. „Halló, Morrison“, hrópaði hann; „það var gaman að hitta þig hér! Ég sit í innri salnum ásamt dálitlum hóp, sem er að halda Marion Lester boð í tilefni af síðasta leikafreki hennar, og þó undarlegt kunni að virðast, vorum við einmitt að tala um Þig“ „Lhn mig! Hver, þú og hún?“ „Já, einmitt“. „Það var undarlegt“. Morri- son borgaði þjóninum og tók húfuna sína af snaganum. „Ég skil reyndar ekki hvernig þessi fræga kona getur haft áhuga ó minni lítilmótlegu persónu“. „Það veit ég heldur ekkert um, en hún spurði mig, hvort ég hefði þekkt James Morrison höf- uðsmann í flugliðinu, og þá sagði ég henni, að þú værir nýkominn heim til Englands eftir langa heilsubótardvöl í suðurlöndum. HEIMILISRITIÐ 47

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.